Slakað á takmörkunum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 10:32 Grímuklætt fólk á gangi í miðaldaborginni Lucca á Ítalíu. Daglegt líf komst þar í eðlilegri skorður í dag þegar leyft var að opna bari, veitingastaði og snyrtistofur. Vísir/EPA Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát. Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát.
Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira