„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 21:20 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Egill Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12