„Ég get ekki borið ábyrgð á hegðun þingmanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 21:20 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Egill Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti segist ekki geta borið ábyrgð á hegðun annarra þingmanna og því hafi hann ekki séð annan kost í stöðunni en að slíta þingfundi í morgun. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi forseta Alþingis harkalega og sagði hann ábyrgan fyrir því að of margir þingmenn væru saman komnir í þingsalnum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, veltir fyrir sér hvort forseti hafi hleypt fundinum viljandi í uppnám til að verja ráðherra fyrir óþægilegum fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það ekki vera „greiðasemi við stjórnarandstöðuna“ að gefa henni tækifæri til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu með fyrirspurnum til ráðherra. Níu mál voru á dagskrá þingfundar í morgun. Óundirbúnar fyrirspurnir, umræða um störf þingsins og sjö mál frá ríkisstjórninni sem ekki tengjast kórónuveirufaraldrinum. Líkt og Vísir hefur greint frá í dag lýsti stjórnarandstaðan óánægju með að forseti hafi sett þessi mál ríkisstjórnarinnar, sem sum hver eru umdeild, á dagskrá fundarins. Þannig hafi forseti stuðlað að því að fleiri þingmenn væru saman komnir í þingsalnum en æskilegt væri með tilliti til sóttvarnasjónarmiða. Sjá einnig: Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur „Ég var að vonast til þess að við gætum þá frekar rætt um ágreining um einstök dagskrármál þegar að þeim væri komið og fundurinn gæti hafist með eðlilegum hætti,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. „Ég vildi allra síst sitja undir því að ég væri persónulega orðinn ábyrgur fyrir því að Alþingi gæti ekki lengur uppfyllt sóttvarnarfjarlægðarmörk og annað því um líkt. Mér fannst erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og ég tel þær ekki sanngjarnar í minn garð. Því ég get ekki borið ábyrgð á hegðum þingmanna inni í þingsalnum ef þeir flykkjast þangað inn og setjast hver hjá öðrum,“ segir Steingrímur en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Forseti þingsins fundaði mið þingflokksformönnum í dag til að fara betur yfir stöðuna. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir viðbrögð Steingríms í morgun, með því að slíta þingfundinum án þess að leyfa óundirbúnar fyrirspurnir og umræðu um störf þingsins, hafa verið fáránleg. „Það að koma öðrum málum á dagskrá, við aðstæður þar sem að við eigum þess ekki kost að eiga almennilega pólitíska umræðu um þau mál, það er eitthvað sem við þurfum að taka samtal utan þingsalar um hvernig við gerum og hvort við gerum. En ekki með einhverju boðvaldi forseta og upphlaupi af hans hálfu eins og varð í morgun,“ segir Hanna Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa miklar áhyggjur af því lýðræðislega sjónarmiði sem sé í húfi. „Mér finnst óþægilegt að hlusta á hversu lítið forseti þings, með þessa miklu þingreynslu, hversu lítils hann metur vigt þingsins og hlutverk þingsins þegar kemur að þessum lýðræðislegu þáttum. Að veita aðhald og spyrja spurninga,“ segir Helga Vala. „Að hleypa hérna upp fundi eins og forseti ákvað að gera í morgun með því að setja á dagskrá mál er varðar veggjöld, sem er bara mjög umdeilt mál í öllum flokkum. Ég sé ekki af hverju það var svona mikill vilji til ágreinings hjá forseta, kannski var það til þess að hlífa ráðherrum við erfiðum spurningum. Mögulega var það þannig, mögulega var forseti beðinn um það að setja þetta mál á dagskrá til þess að það yrði ekki þingfundur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35 Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
„Hann vissi nákvæmlega í hvað stefndi“ Þingfundi var slitið eftir tæpar fjórar mínútur. 16. apríl 2020 12:35
Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. 16. apríl 2020 11:12