Fjöldi látinna tvöfaldast næstum því í Langbarðalandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 18:06 Starfsmenn Rauða krossins að störfum á Ítalíu. AP/Andrew Medichini Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020 Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Fjöldi látinna vegna kórónuveirunnar í Langbarðalandi á Ítalíu, héraðinu sem á ensku kallast Lombardy, tvöfaldaðist næstum því á einum sólarhring. Ansa fréttaveitan á Ítalíu hefur eftir Giulio Gallera, heilbrigðisráðherra Langbarðalands, að 113 hafi dáið frá því í gær og í heildina hafi 267 dáið. Opinberar tölur í öllu landinu segja minnst 366 vera látna. Staðfestum smitum hefur fjölgað úr 5.883 í gær í 7.375. Um það bil fjórðungur þjóðarinnar hefur svo til gott sem verið settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur tekið gildi Langbarðalandi og fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. Skólum, sundlaugum, íþróttasölum og skíðasvæðum verður lokað og verða allar samkomur bannaðar, bæði á opinberum stöðum og í einkarými, segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu. Aðgerðirnar munu standa til 3. apríl næstkomandi. Aðgerðirnar á Ítalíu svipa mjög til aðgerða yfirvalda í Kína, þó þær þyki ekki jafn alvarlegar. Í Kína voru um 60 milljónir manna settir í sóttkví og eru það í rauninni enn. Hvað verður um erlenda ferðamenn á Ítalíu er þó enn óljóst. Sjá einnig: Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Páfinn, sem hefur verið með hefðbundið kvef, hélt messu í dag í beinni útsendingu í stað þess að vera á sjálfum og búið er að gefa út að Salvatore Farine, formaður herforingjaráðs Ítalíu, hefur smitast af Covid-19. Herforinginn sjálfur segir að honum líði vel. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hrósaði Ítölum í dag og sagði þá vera að taka mikilvæg skref í að verja Ítalíu og heiminn. The government & the people of are taking bold, courageous steps aimed at slowing the spread of the #coronavirus & protecting their country & . They are making genuine sacrifices. @WHO stands in solidarity with & is here to continue supporting you.https://t.co/Y2rkgUihtA— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 8, 2020
Ítalía Wuhan-veiran Tengdar fréttir Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Loka Norður-Ítalíu og setja fjórðung Ítala í sóttkví vegna veirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa nú sett hátt í sextán milljónir íbúa í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Strangt ferðabann hefur tekið gildi í Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu og í fjórtán sýslum í mið- og norðurhluta landsins. 8. mars 2020 08:55