Bjarni áhyggjufullur en vongóður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2020 10:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. Hann segir að frekari viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins verði kynntar í lok vikunnar. Bjarni var gestur Í bítinu á Bylgjunni þar sem farið var yfir víðan völl en mestur þunginn fór í að ræða stöðu efnahagsmála hér á landi vegna faraldursins. „Ég vona að það komist til skila að um leið og ég segi að það er ástæða til að hafa áhyggjur af ástandinu að ég hef ofboðslega mikla trú á því að við munum sigrast á því. Þetta er tímabundið ástand en mun hins vegar vara lengur en við vorum að vonast til. Það er orðið ljóst. Þetta mun hafa meiri áhrif um allan heim heldur en maður áður var að vona. Það er slæmt og það mun smitast til Íslands,“ sagði Bjarni. Millistéttin víða um heim myndi til að mynda taka á sig högg, það myndi þýða að hin mikilvægu meðlimir millistéttarinnar myndu ferðast minna og neyta minna, sem myndi til dæmis hafa áhrif á komu ferðamanna til Íslands. Í máli Bjarna kom einnig fram að þegar ríkisstjórnin kynnti fyrsta aðgerðarpakkann fyrir nokkrum vikum hafi ekki verið hægt að sjá fyrir hversu lengi samkomubannið myndi vara. Nú hylli hins vegar undir að víða sé hægt að „kveikja ljósin“ í atvinnulífinu eftir 4. maí eftir að tilkynnt var um tilslakanir á samkomubanninu í gær. Engu að síðu er von á uppfærðum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem á, líkt og fyrri pakkinn, að veita súrefni inn í efnahagslífið. Samfélagið hefði einfaldlega ekki efni á því að bæta ekki frekar við þær að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í mars. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef við gerum ekkert, höldum að okkur höndum, þá erum við að horfa upp á gríðarleg fjöldagjaldþrot. Það er alveg ljóst í mínum huga. Við munum lama hér stóran hluta af atvinnustarfseminni. Einkaframtakið mun lamast,“ sagði Bjarni. Því þyrfti að bregðast skjótt við og það stæði til. „Ég er meðvitaður um hversu miklu skiptir að við bregðumst skjótt við. Við ætlum að bregðast núna við í þessari viku, við erum að hugsa um undir lok vikunnar að við getum greint frá því sem verða okkar næstu skref. Aðgerðirnar eru einmitt hugsaðar til að geta komið strax til framkvæmda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Bítið Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjá meira