Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2020 14:20 Katrín Jakobsdóttir talaði um mikilvægi samstöðu í samfélaginu og hún hafi verið til staðar, á flestum bæjum. Forsætisráðherra þá niður gleraugun og beindi máli sínu til útgerðarinnar og skoraði á hana að draga til baka ríflega tíu milljarða króna kröfu á hendur ríkinu vegna útlutunar á makrílkvóta. visir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu og lýsti yfir bæði furðu sinni og vonbrigðum með kröfur sem nokkur útgerðarfyrirtæki hafa sett fram á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar. Þetta kom fram í ræðu Katrínar þar sem hún fór ítarlega yfir áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda; munnleg skýrsla forsætisráðherra. Katrín sagðist meðal annars vera afar ánægð með þá samstöðu sem ríkt hafi í samfélaginu við að takast á við þessa vá og allir hafi sýnt mikla og ríkulega samfélagslega ábyrgð. Eða, flestir. „Þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á hendur ríkinu uppá ríflega tíu milljarða vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu. Það er ekki góð leit til að vera á sama báti í gegnum þetta ferðalag sem við erum stödd í. Og þó ég telji að ríkið eigi góðan málstað í þessu máli, þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín. Hún sagði að nú reyndi nefnilega á ábyrgð okkar allra, fram undan væru brattir tímar í efnahagslífinu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu og lýsti yfir bæði furðu sinni og vonbrigðum með kröfur sem nokkur útgerðarfyrirtæki hafa sett fram á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar. Þetta kom fram í ræðu Katrínar þar sem hún fór ítarlega yfir áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda; munnleg skýrsla forsætisráðherra. Katrín sagðist meðal annars vera afar ánægð með þá samstöðu sem ríkt hafi í samfélaginu við að takast á við þessa vá og allir hafi sýnt mikla og ríkulega samfélagslega ábyrgð. Eða, flestir. „Þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á hendur ríkinu uppá ríflega tíu milljarða vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu. Það er ekki góð leit til að vera á sama báti í gegnum þetta ferðalag sem við erum stödd í. Og þó ég telji að ríkið eigi góðan málstað í þessu máli, þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín. Hún sagði að nú reyndi nefnilega á ábyrgð okkar allra, fram undan væru brattir tímar í efnahagslífinu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02