Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 08:30 Sigurgeir Guðlaugsson formaður Stjörnunnar en honum bíður verkefni að sameina Stjörnuna á ný. vísir/s2s Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Frank ósáttur: „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira
Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Frank ósáttur: „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sjá meira