Nýr formaður Stjörnunnar: „Okkar fókus er á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 08:30 Sigurgeir Guðlaugsson formaður Stjörnunnar en honum bíður verkefni að sameina Stjörnuna á ný. vísir/s2s Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Sigurgeir Guðlaugsson er nýr formaður Stjörnunnar en mikið hefur gustað um félagið undanfarnar vikur. Sigurður Bjarnason hætti sem formaður á aðalfundi í gær eftir að nokkrir aðrir stjórnarmenn hefðu gengið út úr stjórninni í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson sagði svo í þættinum Sportinu í kvöld í síðustu viku að Stjarnan hefði tapað gildum sínum og að vandræði væru innan félagsins. Nýr formaður félagsins var til viðtals í Sportinu í dag en hvernig kom það til að hann fór í formanninn? „Ég er mikill Stjörnumaður og hef verið það síðan 1987. Ég hef mikinn metnað fyrir klúbbnum og metnað fyrir því að ná árangri. Við verðum að muna eftir því að metnaður næst bæði innan vallar og utan. Ég vil standa fyrir samstöðu klúbbnum og opin og gagnlegt skoðanaskipti,“ sagði Sigurður. „Ég er búinn að eiga þó nokkur samtöl við Stjörnufólk núna í aðdragandi þessa fundar og hef fundið mikinn einhug í félaginu að snúa bökum saman og horfa fram á við og láta verkin tala.“ Eins og áður segir hefur mikið gengið á innan félagsins og eftir að Máni hafði sagt sína skoðun tóku fyrrverandi leikmenn félagsins undir áhyggjur Mána. „Það er þannig í íþróttastarfi eins og öðru að fólk skiptist á skoðunum og ég held að það eigi sérstaklega við þegar það eru miklar tilfinningar og mikil ástríða fyrir þeim málefnum sem er verið að ræða. Það á jafnt við okkur í Stjörnuna eins og aðra.“ „Okkar markmið er að leitast við að verða betra félag á morgun en við vorum í gær og við viljum sækja fram með að læra af því sem við höfum verið að gera; bæði því sem vel lengur og ekki síður því sem betur hefði mátt fara. Það er mikill einhugur í félaginu og við í nýrri aðalstjórn munum reyna tileinka okkur þetta. Okkar fókus er nú á framrúðuna en ekki baksýnisspegilinn.“ Allt viðtalið við nýjan formann Stjörnunnar má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um ástöðuna í Mýrinni sem og kergjuna milli handboltans og körfuboltans. Klippa: Sportið í dag - Nýr formaður Stjörnunnar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Stjarnan Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira