Erum við saman í sókn? Halla Helgadóttir skrifar 15. maí 2020 09:00 Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hönnunarmiðstöð Íslands lagði strax til við stjórnvöld, þegar verkefnið fór af stað, að þessar 1500 milljónir yrðu nýttar með skapandi og faglegri nálgun í þágu fjölbreytilegra greina, sb. eftirfarandi: „Tryggja að fjárfesting í erlenda markaðssókn, sem laða á erlendi gesti og ferðmenn til landsins, verði unnin af og byggð á framúrskarandi íslensku hugviti og varpi ljósi á raunveruleg íslensk verðmæti, náttúru, sköpun, sögur og upplifun. Megin áhersla verður á að efla og markaðssetja íslenska ferðaþjónustu. Til að ná því markmiði má leggja áherslu á áhugaverð verkefni, fyrirtæki og sögur til að vekja áhuga á landinu og ýta jafnframt undir markaðssetningu annarra geira atvinnulífs og menningar með fréttaflutningi og kynningum. Tryggja að framúrskarandi íslenskir aðilar leiði verkefnið og efla þannig íslenskt atvinnulíf, þekkingu og störf í skapandi greinum.“ Íslandsstofu var falið að leiða þessa vinnu. Það kom á óvart að það virtist ekki eiga sér stað neitt stefnumótandi samtal í upphafi um nálgun, hugmyndafræði eða nýjar leiðir, t.d. með aðkomu fulltrúa ferðaþjónustu, skapandi greina og fjölbreytilegs atvinnulífs. Strax var valin sú nálgun að verja langstærstum hluta fjárins í birtingar í erlendum miðlum og fara í hefðbundið útboðsferli um gerð auglýsinga- og kynningarefnis. Aðferð sem fagfólk veit ósköp vel að getur skilað tilviljanakenndri niðurstöðu. Okkur eru ljósar reglur evrópska efnahagssvæðisins og erum fylgjandi heilbrigðri samkeppni, þvert á lönd og höf. En vitum líka að stefnumótandi ákvarðanir í upphafi hafa allt að segja um hvernig spilast úr málum í framhaldinu. Stjórnvöld eru að veita stórum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum, sem verður að verja með ábyrgum hætti í ljósi aðstæðna sem Covid-19 hefur skapað um allan heim. Það er ekkert hefðbundið eða venjulegt við stöðuna sem við erum í og þess vegna er sérstök ástæða til skoða nýjar aðferðir og nálgun við verkefni eins og þetta. Hönnunarmiðstöð reyndi að benda á þetta í upphafi, enda óttuðumst við að ferlið myndi einmitt skila þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir, og vissum að það myndi mælast afskaplega illa fyrir. Hér á landi er til mikil þekking og reynsla, enda hefur Ísland vakið alþjóðlega athygli í kjölfar efnahagshrunsins fyrir frábæra frammistöðu á fjöldamörgum sviðum allt frá íþróttum yfir í listir og fyrir fáheyrða uppbyggingu ferðaþjónustu m.a. vegna frammistöðu í erlendri markaðssókn. Það er óþægileg þversögn að niðurstaða útboðsferilsins er í sjálfu sér slæm fyrir ímynd Íslands, ekki bara fyrir skapandi greinar sem þó hafa borið hróður landsins víða um heim. Svo er álitamál hvort útboð svona verkefnis sé raunverulega ábyrg, örugg og réttlát leið að niðurstöðu eða hvort hún sé tilviljunum háð, sb. hversu litlu munaði í efstu sætunum. Ramminn og keppnisgögnin ákvarða leiðina og þar með niðurstöðuna og mesta ábyrgðin felst í ákvörðunum sem teknar eru í upphafi ferlisins. Gerðar eru miklar og strangar kröfur til þeirra sem taka þátt í útboði og ekkert má út af bregða. Skv. samtali við nokkra þátttakendur má gera ráð fyrir hver um sig hafi varið á bilinu 4-500 klst. í gerð tilboðsgagna. Miðað við fremur lágt tímaverð og fjölda þátttakenda má færa rök fyrir að heildarkostnaður við vinnu allra þátttakenda sé ekki lægri en 100 milljónir. Þess vegna fylgir því líka mikil ábyrgð að efna til útboða og gera þarf kröfur um að þau þjóni tilganginum með óyggjandi hætti. Hvernig er tryggt að keppendur hafi allar upplýsingar sem þeir þurfa til að búa til samanburðarhæfar tillögur, hvaða kröfur eru gerðar um menntun, þekkingu, reynslu og samsetningu valnefndar, er hægt að meta skapandi vinnu með stærðfræðilegum mælistikum. Er sanngjarnt að dæma svona vinnu án þess að hitta keppendur, var lélegt netsamband, var einhver í símanum, hefur framkoma þeirra sem kynna verkin, rödd og tungumál eitthvað að segja. Leiddist einhverjum tónlistin í vídeóinu eða fílaði ekki litina. Staðreyndin er að í samkeppnum/útboðum þar sem beðið er um hugmyndir og tillögur um framkvæmd verulega umfangsmikilla og huglægra verkefna út frá mjög afmörkuðum upplýsingum, hefur keppandinn ekki forsendur til annars en að draga upp fremur einfalda mynd af því sem gæti orðið. Kapp er lagt á að heilla valnefnd með öllum tiltækum ráðum og þar geta ýmis smáatriði ráðið miklu. Ekkert samtal á sér stað um leiðir, engin sameiginleg stefnumótun eða hugmyndavinna né annað sem þarf til að samstarf sem þetta verði virkilega gott og árangursríkt. Mögulega má líkja þessu við að halda útboð um byggingu brúar sem ekki er búið hanna né ákveða hvar á að vera. Þetta eru vangaveltur um aðferðafræði og nálgun við framkvæmd verkefnisins í heild sem ákvarðar niðurstöðuna sem blasir við núna. Hér er ekki verið að draga heilindi eða getu fólksins sem mótaði, vann við eða tók þátt í þessu útboði í efa, enda höfum við engar forsendur til þess og reyndar heyrt margt jákvætt um ferlið frá þátttakendum. Staðreyndin er að frábært tækifæri hefur flogið út um gluggann, og eftir situr fjöldi reynslumikils fagfólks á sviði skapandi greina á Íslandi, margt verkefna- og jafnvel atvinnulaust á meðan „flottur frá útlöndum“ hleypur um og reynir að skilja hvað við stöndum fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvernig sem á það er litið þá er niðurstaða útboðsins á markaðsátakinu „Saman í sókn“ sem M&C Saatchi stofan var valin til að leiða dapurleg og í ljósi aðstæðna pínleg fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hönnunarmiðstöð Íslands lagði strax til við stjórnvöld, þegar verkefnið fór af stað, að þessar 1500 milljónir yrðu nýttar með skapandi og faglegri nálgun í þágu fjölbreytilegra greina, sb. eftirfarandi: „Tryggja að fjárfesting í erlenda markaðssókn, sem laða á erlendi gesti og ferðmenn til landsins, verði unnin af og byggð á framúrskarandi íslensku hugviti og varpi ljósi á raunveruleg íslensk verðmæti, náttúru, sköpun, sögur og upplifun. Megin áhersla verður á að efla og markaðssetja íslenska ferðaþjónustu. Til að ná því markmiði má leggja áherslu á áhugaverð verkefni, fyrirtæki og sögur til að vekja áhuga á landinu og ýta jafnframt undir markaðssetningu annarra geira atvinnulífs og menningar með fréttaflutningi og kynningum. Tryggja að framúrskarandi íslenskir aðilar leiði verkefnið og efla þannig íslenskt atvinnulíf, þekkingu og störf í skapandi greinum.“ Íslandsstofu var falið að leiða þessa vinnu. Það kom á óvart að það virtist ekki eiga sér stað neitt stefnumótandi samtal í upphafi um nálgun, hugmyndafræði eða nýjar leiðir, t.d. með aðkomu fulltrúa ferðaþjónustu, skapandi greina og fjölbreytilegs atvinnulífs. Strax var valin sú nálgun að verja langstærstum hluta fjárins í birtingar í erlendum miðlum og fara í hefðbundið útboðsferli um gerð auglýsinga- og kynningarefnis. Aðferð sem fagfólk veit ósköp vel að getur skilað tilviljanakenndri niðurstöðu. Okkur eru ljósar reglur evrópska efnahagssvæðisins og erum fylgjandi heilbrigðri samkeppni, þvert á lönd og höf. En vitum líka að stefnumótandi ákvarðanir í upphafi hafa allt að segja um hvernig spilast úr málum í framhaldinu. Stjórnvöld eru að veita stórum upphæðum úr sameiginlegum sjóðum, sem verður að verja með ábyrgum hætti í ljósi aðstæðna sem Covid-19 hefur skapað um allan heim. Það er ekkert hefðbundið eða venjulegt við stöðuna sem við erum í og þess vegna er sérstök ástæða til skoða nýjar aðferðir og nálgun við verkefni eins og þetta. Hönnunarmiðstöð reyndi að benda á þetta í upphafi, enda óttuðumst við að ferlið myndi einmitt skila þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir, og vissum að það myndi mælast afskaplega illa fyrir. Hér á landi er til mikil þekking og reynsla, enda hefur Ísland vakið alþjóðlega athygli í kjölfar efnahagshrunsins fyrir frábæra frammistöðu á fjöldamörgum sviðum allt frá íþróttum yfir í listir og fyrir fáheyrða uppbyggingu ferðaþjónustu m.a. vegna frammistöðu í erlendri markaðssókn. Það er óþægileg þversögn að niðurstaða útboðsferilsins er í sjálfu sér slæm fyrir ímynd Íslands, ekki bara fyrir skapandi greinar sem þó hafa borið hróður landsins víða um heim. Svo er álitamál hvort útboð svona verkefnis sé raunverulega ábyrg, örugg og réttlát leið að niðurstöðu eða hvort hún sé tilviljunum háð, sb. hversu litlu munaði í efstu sætunum. Ramminn og keppnisgögnin ákvarða leiðina og þar með niðurstöðuna og mesta ábyrgðin felst í ákvörðunum sem teknar eru í upphafi ferlisins. Gerðar eru miklar og strangar kröfur til þeirra sem taka þátt í útboði og ekkert má út af bregða. Skv. samtali við nokkra þátttakendur má gera ráð fyrir hver um sig hafi varið á bilinu 4-500 klst. í gerð tilboðsgagna. Miðað við fremur lágt tímaverð og fjölda þátttakenda má færa rök fyrir að heildarkostnaður við vinnu allra þátttakenda sé ekki lægri en 100 milljónir. Þess vegna fylgir því líka mikil ábyrgð að efna til útboða og gera þarf kröfur um að þau þjóni tilganginum með óyggjandi hætti. Hvernig er tryggt að keppendur hafi allar upplýsingar sem þeir þurfa til að búa til samanburðarhæfar tillögur, hvaða kröfur eru gerðar um menntun, þekkingu, reynslu og samsetningu valnefndar, er hægt að meta skapandi vinnu með stærðfræðilegum mælistikum. Er sanngjarnt að dæma svona vinnu án þess að hitta keppendur, var lélegt netsamband, var einhver í símanum, hefur framkoma þeirra sem kynna verkin, rödd og tungumál eitthvað að segja. Leiddist einhverjum tónlistin í vídeóinu eða fílaði ekki litina. Staðreyndin er að í samkeppnum/útboðum þar sem beðið er um hugmyndir og tillögur um framkvæmd verulega umfangsmikilla og huglægra verkefna út frá mjög afmörkuðum upplýsingum, hefur keppandinn ekki forsendur til annars en að draga upp fremur einfalda mynd af því sem gæti orðið. Kapp er lagt á að heilla valnefnd með öllum tiltækum ráðum og þar geta ýmis smáatriði ráðið miklu. Ekkert samtal á sér stað um leiðir, engin sameiginleg stefnumótun eða hugmyndavinna né annað sem þarf til að samstarf sem þetta verði virkilega gott og árangursríkt. Mögulega má líkja þessu við að halda útboð um byggingu brúar sem ekki er búið hanna né ákveða hvar á að vera. Þetta eru vangaveltur um aðferðafræði og nálgun við framkvæmd verkefnisins í heild sem ákvarðar niðurstöðuna sem blasir við núna. Hér er ekki verið að draga heilindi eða getu fólksins sem mótaði, vann við eða tók þátt í þessu útboði í efa, enda höfum við engar forsendur til þess og reyndar heyrt margt jákvætt um ferlið frá þátttakendum. Staðreyndin er að frábært tækifæri hefur flogið út um gluggann, og eftir situr fjöldi reynslumikils fagfólks á sviði skapandi greina á Íslandi, margt verkefna- og jafnvel atvinnulaust á meðan „flottur frá útlöndum“ hleypur um og reynir að skilja hvað við stöndum fyrir. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun