Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu Þórir Guðmundsson skrifar 11. apríl 2020 17:25 Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun