Forstjóri Landspítalans varar sérstaklega við Covid-gríni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 15:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Ljósmynd/Lögreglan „Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann segir það hafa komið fram í samtali við marga skjólstæðinga sem eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans að þar gæti kvíða við að fara aftur út í lífið þegar sýkingu er lokið. „Kvíða við að hitta vinnufélaga, fyrir að hitta kunningja, vini og fjölskyldu.“ „Þetta eru áhyggjur af því að vera ekki orðinn frískur þótt manni líði þannig og líka kvíði fyrir því hvernig mann verður tekið þegar maður kemur til baka,“ sagði Páll. Hann segir svona umræðu vel þekkta í farsóttum og að ótti fólks við smitsjúkdóma gjarnan birtast með þessum hætti. „Við erum hins vegar upplýs samfélag og við vitum betur. Það er ástæða til að vera varfærin í orðum og það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þegar fólki er batnað þá er því batnað og þetta eru sérstaklega mikilvægir einstaklingar í að láta samfélagið ganga.“ Þá segir hann að sérstaklega þurfi að huga að ungmennum, sem eru mjög viðkvæm fyrir slíku umtali og framkomu. „Við viljum minna fólk á að sýna samkennd, gæta orða sinna og taka vel á móti þeim einstaklingum sem eru að koma til baka út í samfélagið eftir þessa erfiðu sýkingu.“ Hægt er að horfa á upplýsingafundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10 Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00 Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Það hefur ýmislegt verið sett á netið þar sem gert er grín að veikindum, það er grínast með ástandið, það eru jafnvel ásakanir og skammir um að fólk hafi borið veiruna í aðra og svo hræðsla fólks við þann sem fengið hefur sjúkdóminn,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Hann segir það hafa komið fram í samtali við marga skjólstæðinga sem eru í eftirliti hjá Covid-19 göngudeild Landspítalans að þar gæti kvíða við að fara aftur út í lífið þegar sýkingu er lokið. „Kvíða við að hitta vinnufélaga, fyrir að hitta kunningja, vini og fjölskyldu.“ „Þetta eru áhyggjur af því að vera ekki orðinn frískur þótt manni líði þannig og líka kvíði fyrir því hvernig mann verður tekið þegar maður kemur til baka,“ sagði Páll. Hann segir svona umræðu vel þekkta í farsóttum og að ótti fólks við smitsjúkdóma gjarnan birtast með þessum hætti. „Við erum hins vegar upplýs samfélag og við vitum betur. Það er ástæða til að vera varfærin í orðum og það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þegar fólki er batnað þá er því batnað og þetta eru sérstaklega mikilvægir einstaklingar í að láta samfélagið ganga.“ Þá segir hann að sérstaklega þurfi að huga að ungmennum, sem eru mjög viðkvæm fyrir slíku umtali og framkomu. „Við viljum minna fólk á að sýna samkennd, gæta orða sinna og taka vel á móti þeim einstaklingum sem eru að koma til baka út í samfélagið eftir þessa erfiðu sýkingu.“ Hægt er að horfa á upplýsingafundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10 Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00 Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. 9. apríl 2020 21:10
Segir að krakkarnir bjargi geðheilsunni Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Oostende í belgísku úrvalsdeildinni, segir að lífið sé erfitt án fótboltans en belgíski boltinn var blásinn af á dögunum. 7. apríl 2020 22:00
Mikilvægt að hlúa að geðheilsu Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur. 4. apríl 2020 14:25