Versta kreppa í níutíu ár Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 23:39 Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent