Versta kreppa í níutíu ár Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 23:39 Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00