Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði á nýrri síðu Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:10 Mikilvægt er að huga að geðheilsunni, þá sérstaklega núna þegar aðstæður í samfélaginu eru kvíðavaldandi fyrir marga. Hugrún/Alda Lilja Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum. Að sögn félagsins er sérstaklega brýnt að huga að geðheilsunni nú þegar heimsfaraldur gengur yfir og þekkja einkenni geðraskana. Þá sé einnig mikilvægt að vita hvert á að leita ef eitthvað kemur upp. Á síðunni má finna upplýsingar á mannamáli og er einnig boðið upp á upplýsingar á ensku og pólsku. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir mikinn fjölda aðfluttra Íslendinga sé oft erfitt að nálgast áreiðanlegar upplýsingar um geðheilsu og úrræði á öðrum tungumálum en íslensku. Biðla til foreldra að ræða geðheilsu við börn Þá er hluti síðunnar tileinkaður foreldrum, forsjáraðilum og skólastarfsmönnum og má þar finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Slíkt fræðsla gagnist bæði ungmennum og samfélaginu öllu með því að auka vitneskju, draga úr fordómum, draga úr alvarleika vandans og auðveldað ungu fólki að leita til einhvers sem þau treysta. Félagið hefur birt ákall ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema þar sem biðlað er til foreldra að nota leiðbeiningarnar á síðunni. Það sé mikilvægt að ræða geðheilsu við ungmenni, kynna fyrir þeim einkenni geðraskana og þau úrræði sem standa til boða. Þetta er gert þar sem geðfræðsla er ekki fastur liður í skólastarfi á neinu skólastigi á Íslandi að sögn félaganna. Því vilji þau biðla til foreldra að sinna geðfræðslu svo ungmenni fái þá nauðsynlegu fræðslu. „Samtal um þessi mál heima fyrir er líka mikilvægt því það opnar á nauðsynlega umræðu og eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða vandamál sem geta komið upp.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira