Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 21:22 Samninganefndirnar hafa fundað hjá ríkisáttasemjara í Borgartúni að undanförnu. Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu. Búið er að boða næsta fundi í deilunni á morgun, skírdag, klukkan 13. Ríkissáttasemjari segir góðan gang í viðræðunum og að þær þokist áfram. Samninganefndirnar munu funda í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun eins og þær hafa gert undanfarna daga. Þær fengu undanþágu frá þeim takmörkunum sem embættið innleiddi vegna kórónuveirunnar en flestir fundir hjá embættinu síðustu vikur hafa farið fram með rafrænum hætti. Að loknum fundi gærdagsins sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að rík áhersla sé hins vegar lögð á sóttvarnir meðan á fundunum stendur. Þannig sé tryggt að tveggja metra reglan svokallaða sé í hávegum höfð. Fyrir vikið geti samninganefndirnar aðeins sent þrjá fulltrúa á hvern fund. Aðalsteinn segir að viðræður hjúkrunarfræðinga og ríkisins séu „þungar og flóknar“ en um leið „í algjörum forgangi“ hjá öllum þeim sem koma að málinu. Viðræðurnar þokist áfram og segir Aðalsteinn að samvinnan sé „góð og þétt.“ Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundi hjúkrunarfræðinga lokið og næsti fundur á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara núna um klukkan 16:30. 7. apríl 2020 16:51 Samningsaðilar finni til ábyrgðar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. 3. apríl 2020 19:40 Fá að hittast á fundi Ríkissáttasemjara með leyfi sóttvarnalæknis Annar fundur milli samninganefnda Félags hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins hefur verið boðaður í húsakynnum sáttasemjara á morgun klukkan 13. 6. apríl 2020 13:18 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu. Búið er að boða næsta fundi í deilunni á morgun, skírdag, klukkan 13. Ríkissáttasemjari segir góðan gang í viðræðunum og að þær þokist áfram. Samninganefndirnar munu funda í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun eins og þær hafa gert undanfarna daga. Þær fengu undanþágu frá þeim takmörkunum sem embættið innleiddi vegna kórónuveirunnar en flestir fundir hjá embættinu síðustu vikur hafa farið fram með rafrænum hætti. Að loknum fundi gærdagsins sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að rík áhersla sé hins vegar lögð á sóttvarnir meðan á fundunum stendur. Þannig sé tryggt að tveggja metra reglan svokallaða sé í hávegum höfð. Fyrir vikið geti samninganefndirnar aðeins sent þrjá fulltrúa á hvern fund. Aðalsteinn segir að viðræður hjúkrunarfræðinga og ríkisins séu „þungar og flóknar“ en um leið „í algjörum forgangi“ hjá öllum þeim sem koma að málinu. Viðræðurnar þokist áfram og segir Aðalsteinn að samvinnan sé „góð og þétt.“
Kjaramál Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fundi hjúkrunarfræðinga lokið og næsti fundur á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara núna um klukkan 16:30. 7. apríl 2020 16:51 Samningsaðilar finni til ábyrgðar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. 3. apríl 2020 19:40 Fá að hittast á fundi Ríkissáttasemjara með leyfi sóttvarnalæknis Annar fundur milli samninganefnda Félags hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins hefur verið boðaður í húsakynnum sáttasemjara á morgun klukkan 13. 6. apríl 2020 13:18 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Fundi hjúkrunarfræðinga lokið og næsti fundur á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara núna um klukkan 16:30. 7. apríl 2020 16:51
Samningsaðilar finni til ábyrgðar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á mánudaginn. Forstjóri Landspítalans hefur kallað eftir sérstakri umbun fyrir heilbrigðisstarfsfólk. 3. apríl 2020 19:40
Fá að hittast á fundi Ríkissáttasemjara með leyfi sóttvarnalæknis Annar fundur milli samninganefnda Félags hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins hefur verið boðaður í húsakynnum sáttasemjara á morgun klukkan 13. 6. apríl 2020 13:18