Aðlögun að nýjum veruleika! Ómar H Kristmundsson skrifar 8. apríl 2020 16:30 Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ómar H. Kristmundsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri skýrslu frá sérfræðingahópi á vegum Imperial College um áhrif aðgerða gegn COVID 19 kemur fram mikilvægi þess að nota „aðgerðapakka“ til að halda niðri veirunni og tryggja að heilbrigðiskerfi ráði við þann heilsufarsvanda sem af faraldrinum hlýst á hverjum tíma. Á Íslandi hefur verið farið eftir þeirri aðferðafræði sem þar er mælt með og hafa aðgerðir yfirvalda hér skilað góðum árangri. En nú er spurt, hvað tekur við þegar við erum komin yfir versta hjallann, þegar við erum komin vel niður brekkuna á kúrfunni? Í skýrslunni er bent á hversu vandasamt verður að halda niðri veirunni þann tíma sem tekur að finna bóluefni og/eða lyf. Þar er rætt um að gera megi ráð fyrir 18 mánuðum þar til bóluefni er tiltækt. Ef slakað er of mikið á þangað til kemur einfaldlega annar toppur eða toppar með þeim hörmungum sem heimurinn er að upplifa í dag. Þannig þarf að viðhalda öflugum sóttvörnum sem þó gefa svigrúm til samfélagslegrar virkni. Efnahagslegar aðgerðir eru samofnar því hvernig til tekst í aðgerðum gegn faraldrinum. Því virðist óhjákvæmilegt að taka eitt skref í einu, aðlaga aðgerðir að ástandinu á hverjum tíma, í hvora áttina sem stefnir, þar til hjarðónæmi hefur náðst með almennri bólusetningu eða lækning fundist. Því fyrr sem „hjól atvinnulífsins“ fara aftur að snúast því betra. En til að aðlaga það að þessum sérstöku aðstæðum þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á samfélagslegum vettvangi. Við höfum undanfarið orðið vitni að þeim samhug og frumkvöðlakrafti sem býr í samfélaginu og leiðir af sér frumlegar og sjálfsprottnar leiðir til lausna. Aldrei hefur verið meiri þörf á að skoða nýjar leiðir til að efla íslenskt atvinnulíf, auka sjálfbærni og virkja jafnframt samstöðumátt og kraft þjóðarinnar. Sem efnivið í hugmyndavinnu set ég fram eftirfarandi spurningar valdar af handahófi: Hvernig getum við eflt íslenska grænmetisframleiðslu og með því skapað ný störf um leið og við aukum matvælaöryggi? Er unnt að koma á móts við grænmetisbændur með lægra raforkuverði eða með stuðningi við stækkun á framleiðslueiningum? Augljóst er að skellur ferðaþjónustunnar er gríðarlegur en spurningin er hvernig má bregðast við - til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvald hafa nú þegar gripið til? Hvernig aukum við innlenda eftirspurn þrátt fyrir COVID takmarkanir? Hvernig er hægt að efla menningarstarf sem að hluta er miðlað með streymi í áskrift. Ég nefni sem dæmi þá aðferð sem sinfóníuhljómsveitir og óperuhús hafa farið í auknum mæli. Þekkt er hvernig Metropolitan óperan bætti fjárhag sinn með því að hefja óperuflutning í streymi. Hvaða leiðir geta veitingastaðir farið til að opna aftur fyrir gesti en taka jafnframt mið af þeim reglum sem COVID aðgerðirnar setja? Í megindráttum virðast hinar einföldu reglur stórmarkaða hafa gengið upp. Hvernig má yfirfæra þær á veitingastaði? Hvernig geta háskólar, stjórnvöld og atvinnulíf unnið saman að nýjum lausnum á sviði velferðarmála? Til dæmis, hvernig má taka enn fleiri skref við þróun fjarlækninga sem m.a. geta boðið upp á aukna sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Án efa er unnið markvisst að aðgerðum innan þeirra atvinnugreina sem þessar spurningar beinast að. Mikilvægast er þó að brugðist sé hratt og vel við núverandi aðstæðum og ekki sé beðið eftir að COVID hverfi. Því miður eru litlar líkar á að það gerist á næstunni ef tekið er mið af skýrslunni sem vísað er í hér í upphafi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun