Forréttindi þeirra sem njóta sakamála Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2020 16:00 Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun