Forréttindi þeirra sem njóta sakamála Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2020 16:00 Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun