Sumarstörf fyrir námsmenn Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. maí 2020 14:30 Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í slíku árferði er ljóst að minna verður um tímabundin störf í sumar, störf sem námsmenn hafa leitað í á sumrin. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur unnið að aðgerðum til þess að koma til móts við námsmenn, annars vegar með úrræðum tengdum menntakerfinu en einnig með því að skapa störf fyrir námsmenn yfir sumartímann. Lærum af reynslunni Við þurfum að læra af reynslunni og nýta þær lausnir sem hafa reynst okkur vel áður. Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð ljóst að skynsamleg nýting fjármagns væri að skapa grundvöll til virkni fyrir námsmenn. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem var framkvæmd dagana 6.-8. apríl, var staða stúdenta þá með þeim hætti að útlit var fyrir að um 7.000 stúdentar hefðu ekki tryggt sér atvinnu yfir sumartímann. Verkefni stjórnvalda er að taka þessa stöðu til greina og leysa úr henni á sem skynsamlegastan hátt. 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu Við höfum því farið af stað með átaksverkefni til þess að fjölga störfum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Alþingi hefur samþykkt veitingu fjármagns til verkefnisins upp á 2,2 milljarða króna og markmiðið er að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í fyrstu lotu. Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Þegar hafa verið staðfest rúmlega 1.700 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax og stofnanir ríkisins hafa skilað inn tillögum að störfum til Vinnumálastofnunar. Í byrjun næstu viku gerum við svo ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið. Ef stofnanir ríkisins skila inn færri tillögum en 1.700, mun samsvarandi fjöldi tillagna frá sveitarfélögunum verða samþykktur, svo heildarfjöldinn mun alltaf nema 3.400 störfum í þessari atrennu. Í byrjun júní mun væntanlega liggja fyrir hversu margir námsmenn hafi sótt um störf bæði hjá ríki og sveitarfélögum og hversu marga námsmenn verður hægt að koma til móts við með þeim úrræðum sem við höfum kynnt. Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Ef þau úrræði sem við höfum þegar kynnt duga ekki til við að grípa námsmenn sem eru í vanda yfir sumartímann munum við hiklaust kanna hvort ekki verði hægt að veita meira fjármagni til þess að skapa enn fleiri störf eða finna aðrar leiðir til þess að tryggja framfærslu þessa hóps. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Hagsmunir stúdenta Vinnumarkaður Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í slíku árferði er ljóst að minna verður um tímabundin störf í sumar, störf sem námsmenn hafa leitað í á sumrin. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur unnið að aðgerðum til þess að koma til móts við námsmenn, annars vegar með úrræðum tengdum menntakerfinu en einnig með því að skapa störf fyrir námsmenn yfir sumartímann. Lærum af reynslunni Við þurfum að læra af reynslunni og nýta þær lausnir sem hafa reynst okkur vel áður. Eftir efnahagshrunið árið 2008 varð ljóst að skynsamleg nýting fjármagns væri að skapa grundvöll til virkni fyrir námsmenn. Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem var framkvæmd dagana 6.-8. apríl, var staða stúdenta þá með þeim hætti að útlit var fyrir að um 7.000 stúdentar hefðu ekki tryggt sér atvinnu yfir sumartímann. Verkefni stjórnvalda er að taka þessa stöðu til greina og leysa úr henni á sem skynsamlegastan hátt. 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu Við höfum því farið af stað með átaksverkefni til þess að fjölga störfum fyrir námsmenn yfir sumartímann. Alþingi hefur samþykkt veitingu fjármagns til verkefnisins upp á 2,2 milljarða króna og markmiðið er að skapa 3.400 störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í fyrstu lotu. Átakið er unnið í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög og er undirbúningur þegar vel á veg kominn. Sveitarfélögin munu sjálf auglýsa störfin en Vinnumálastofnun mun auglýsa störf á vegum stofnana ríkisins. Störfin verða auglýst opinberlega á næstu dögum og þurfa stofnanir og sveitarfélög að skapa ný störf í tengslum við átakið. Miðað er við ráðningartímabilið frá 1. júní til 31. ágúst. Þegar hafa verið staðfest rúmlega 1.700 störf við sveitarfélögin, sem þau geta auglýst strax og stofnanir ríkisins hafa skilað inn tillögum að störfum til Vinnumálastofnunar. Í byrjun næstu viku gerum við svo ráð fyrir að Vinnumálastofnun staðfesti allt að 1.700 störf við stofnanir ríkisins sem verða auglýst í kjölfarið. Ef stofnanir ríkisins skila inn færri tillögum en 1.700, mun samsvarandi fjöldi tillagna frá sveitarfélögunum verða samþykktur, svo heildarfjöldinn mun alltaf nema 3.400 störfum í þessari atrennu. Í byrjun júní mun væntanlega liggja fyrir hversu margir námsmenn hafi sótt um störf bæði hjá ríki og sveitarfélögum og hversu marga námsmenn verður hægt að koma til móts við með þeim úrræðum sem við höfum kynnt. Við teljum mjög mikilvægt að koma sem flestum námsmönnum í störf þar sem þeir fá bæði reynslu og virkni, ásamt því að skila verðmætum inn í hagkerfið. Ef þau úrræði sem við höfum þegar kynnt duga ekki til við að grípa námsmenn sem eru í vanda yfir sumartímann munum við hiklaust kanna hvort ekki verði hægt að veita meira fjármagni til þess að skapa enn fleiri störf eða finna aðrar leiðir til þess að tryggja framfærslu þessa hóps. Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar