Skoðun

Vinna eða slaka á?

Anna Claessen skrifar

Vinna....

Nei hugleiða....

Ú kannski ætti ég að taka til í geymslunni,

Loksins tækifæri að elda eftir matreiðslubókunum í hillunni.

Kominn tími til að mála.

Mig langaði alltaf til að læra nýtt tungumál.

Ég ætti að hreyfa mig daglega, kannski ég hoppi í göngutúr.

Já sæll hvað eru til mörg hreyfingarmyndbönd, hverju á ég að byrja á?

Svona er hugurinn á manni þessa dagana!

Já við gætum gert fullt af hlutum EN

við getum það í daglega lífi okkar.

Hvað er að stoppa okkur?

Viljum við virkilega gera þessa hluti eða finnst okkur eins og við ættum að gera þá?

Nú er engin afsökun. Ertu að gera hlutina?

Nei, því kannski langar þig bara ekkert til að gera þá og það er í lagi!

Sérstaklega núna þegar það er heimsfaraldur í gangi.

Það er í lagi að vilja ekki gera neitt.

Það er í lagi að vera hræddur um sig og ástvini sína.

Það er í lagi að finnast allt yfirþyrmandi.

Það er í lagi að fá kvíðaköst eða vera leið/ur.

Það er í lagi að líða eins og manni líður núna.

Það er líka í lagi að gera hluti EN...er ekki tilvalið að slaka á!

Hvað er að stoppa þig í því?

Þú ert ekki letingi þótt þú gerir ekki neitt í smá tíma. 

Líkami og sál þarf líka hvíld! Góður svefn er góður fyrir ónæmiskerfið

Þessi tími er líka tilvalin til að líta inn á við. Bara vera.

Sjá hvað þú ert að hugsa. Hvað þú ert að finna.

Njóta tímans með sjálfum þér eða þeim fáu ástvinum sem þú mátt vera með og vera í núinu. Gera eitthvað sem þér finnst virkilega skemmtilegt!

Eftir allt, þá mun þessi tími enda og værirðu þá ekki þakklát/ur fyrir að njóta tímans í stað þess að vera alltaf í þessu nútímakapphlaupi.

Hvað ertu að fá fyrir það? Hverju ertu að fórna?

Vinna eða slaka á? Hvort þarft þú raunverulega meira af?

Eftir hverju ertu að bíða eftir? Núna er tíminn.




Skoðun

Sjá meira


×