„Þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2020 18:45 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, biður fólk um að virða reglur og ferðast innanhúss. Lögreglan Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira