„Þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2020 18:45 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, biður fólk um að virða reglur og ferðast innanhúss. Lögreglan Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira