„Þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2020 18:45 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, biður fólk um að virða reglur og ferðast innanhúss. Lögreglan Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Allt viðbragðsteymi lögreglu og sjúkraflutningamanna á Selfossi þurfti að fara í sóttkví í nótt eftir að hafa sinnt fólki sem átti að vera í sóttkví og hafði velt bíl sínum á Þingvallavegi. Fólkið slapp með minniháttar meiðsl. Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi og ítrekar að fólk ferðist innanhúss. Þrír voru í bílnum þegar hann valt á Þingvallarvegi en sluppu með minniháttar meiðsl. Þeir áttu allir að vera í sóttkví en samkvæmt reglum sóttvarnalæknis má einstaklingur í sóttkví ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til. Þó má fara í bíltúr á einkabíl en ekki eiga samskipti við aðra í návígi. Víðir Reynisson Yfirlögregluþjónn segir að slysið hafi valdið miklu álagi í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. „Sjúkraflutningsmenn fóru á þremur bílum og lögreglumenn að auki. Á slysstað kom í ljós að allir í bílnum voru í sóttkví og einn með einkenni. Fólkið var ekki mikið slasað en öll vaktin þurfti að fara í sóttkví. Í dag kom svo í ljós að farþeginn sem var með einkenni var ekki smitaður og því komst fólkið úr sóttkví. Þetta var hins vegar mikið álag á starfsfólk sem bæði þurfti að koma vegna þeirra sem fóru í sóttkví og á þá sem þurftu að bíða heima eftir niðurstöðu. Þessu hefði verið hægt að forða,“ segir Víðir Víðir telur að atvikið flokkist ekki sem brot á sóttkví. „Þau voru saman í sóttkví og ákveða að fara saman í bíltúr. Það er ekki brot á sóttkví í sjálfu sér en þessu fólki líður örugglega ekki vel í dag,“ segir Víðir. Hann ítrekar fyrirmæli um að fólk ferðist innanhúss næstu vikurnar. Viðbragðskerfið okkar er viðkvæmt núna, það er mikið af heilbrigðisfólki, lögreglu og öðrum í sóttkví og við þurfum að verja kerfið. Það getum við auðveldlega gert með því að ferðast innanhúss,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira