Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 07:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira