Sjötugur unglingur Tómas Guðbjartsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Menning Tónlist Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær. Hvílíkir tónleikar þar sem Augustin Hadelich fór á kostum í fiðlukonsert Sibelíusar og aukalagið eftir gítarsnillinginn Fransico Tarrega í fiðluútfærslu með þeim betri sem ég hef heyrt. Mahler 1 var líka frábær undir stjórn Eva Ollikainen og Páll Ísólfsson spennandi. Sinfó er klárlega eitt af því sem lífgar upp á tilveru okkar Íslendinga og maður er stoltur af því hversu góð hljómsveitin er. Sama á við um Hörpu sem opnaði 2011 og er forsenda þess að hljómsveitin geti haldið sér í hópi þeirra bestu. Því er mikilvægt að stjórnvöld og Borgin tryggi rekstrargrundvöll Hörpu og lækki fasteignagjöldin sem eru að sliga þetta mikilvæga menningarmusteri. Sem betur fer fækkar þeim röddum sem bölsótast út í Hörpu og Sinfó - en merkilegt nokk skýtur umræðan þó alltaf upp kollinum af og til - líkt og gagnrýni á sjálfsögð listamannalaun. Þetta er skammsýn gagnrýni sem lækkar flugið þegar listamenn eins og Hildur Guðnadóttir og Andri Snær Magnason, sem þegið hafa slík laun, skila verkum sem vekja heimsathygli. Sama á við um fyrirbæri eins og Sinfó sem endurtekið vekur verðskuldaða athygli erlendis - hljómsveit sem aldrei getur, og á ekki, að standa undir sér fjárhagslega. Því eins og kemur fram í vandaðri afmælistónleikaskrá Árna Heimis Ingólfssonar þá var skrifað í eitt Reykjavíkurblaðanna 1951 í tilefni af gagnrýni á kostnað við stofnun Sinfó: „Það eru þó, þegar á allt er litið, fyrst og fremst menningarleg og listræn afrek íslensku þjóðarinnar, sem hafa skipað henni virðingarsess á meðal þjóðanna, en ekki baráttan fyrir munni og maga, svo nauðsynleg sem hún er". Þetta á ekki síður við í dag. Höfundur er hjartaskurðlæknir og umhverfisverndarsinni.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar