Ný kona í brúnni hjá borginni í kjaradeilunni við Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2020 11:19 Rakel Guðmundsdóttir mætir til fundarins í morgun. Vísir/Vilhelm Vonir eru bundnar við að hægt verði að klára stóra áfanga í samningaviðræðum aðildarfélaga BSRB við ríkið á fundum hjá Ríkissáttasemjara í dag og að samningar náist áður en verkföll eiga að hefjast á mánudag. Þá er betra hljóð í samningafólki Eflingar en oft áður undanfarna daga. Reykjavíkurborg hefur gert breytingar á samninganefnd sinni. Mikil fundahöld um kjarasamninga tug þúsunda launafólks fara fram í Karphúsinu í dag.Vísir/Egill Mikil fundahöld um kjarasamninga tug þúsunda launafólks fara fram í Karphúsinu í dag. Í fyrrakvöld náðist stór áfangi í viðræðum BSRB við ríkið þegar samkomulag tókst um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB var vongóð um gang viðræðna þegar þær hófust á ný í morgun. En viðræðurnar fara bókstaflega fram á mörgum borðum, um sameiginleg mál allra og síðan mál einstakra félaga við ríki, Samband sveitarfélaga og borgina. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Stærsta sameiginlega málið er jöfnun launa opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði sem samþykkt var að fara í þegar lífeyrisréttindi voru jöfnuð milli markaða. „Ég vona að við munum ná saman í dag varðandi jöfnun launa. Hin málin eru til umræðu og það er svolítið langt á milli aðila ennþá. En svo er þetta auðvitað allt saman í heildarsamhengi. Þannig að þegar kemur að lokum og menn fara að velta fyrir sér hvernig þetta lítur út í heild sinni, þá skýrist það frekar,“ segir Sonja. Það gefi aukið svigrúm í viðræðunum að samkomulag hafi tekist um vaktavinnuna. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir formaður BSRB Málin að skýrast hjá Eflingu og borginni Samninganefndir Eflingar og borgarinnar komu saman til fundar klukkan tíu eftir óvenju langan sameiginlega fund hjá Ríkissáttasemjara seinnipartinn í gær. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir fæst orð þó bera mesta ábyrgð á þessum tímapunkti. Viðar Þorsteinsson greip sér vatnsglas á leið til fundar við samninganefnd Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm Er eitthvað samtal hafið sem hægt er að byggja á? „Það er bara margt sem er að skýrast. Ég kannski segi ekki meira um það í bili.“ Heldur þú að þessi dagur verði góður? „Þegar hlutirnir skýrast held ég að það sé af hinu góða,“ sagði Viðar rétt fyrir upphaf fundar í morgun. Harpa Ólafsdóttir fer ekki lengur fyrir viðræðum Reykjavíkurborgar við Eflingu.Vísir Harpa Ólafsdóttir fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem sagði upp störfum þar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður hafði farið fyrir samninganefnd borgarinnar þar til í gær. Þá tók Rakel Guðmundsdóttir lögmaður borgarinnar við því hlutverki en Harpa fer nú fyrir öðrum viðræðum borgarinnar í Karphúsinu. Þið eruð auðvitað meðvituð um stöðuna annars staðar í þjóðfélaginu. Kannski helgin verði nýtt ef ríkir friður á milli ykkar? „Já, já. Við erum bara eins og ávalt mjög tilbúin að leggja fullan kraft í það að ná raunverulegum árangri í viðræðum,“ segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Samninganefndir borgarinnar og Eflingar funda klukkan 10 Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið á sjöunda tímanum í gærkvöldi, án samkomulags. 6. mars 2020 07:33 Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. 5. mars 2020 17:46 Tveggja barna móðir húðskammar Dag og Sólveigu Önnu Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir og kjólameistari í Reykjavík, segist ekki geta setið á sér lengur. 5. mars 2020 14:25 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vonir eru bundnar við að hægt verði að klára stóra áfanga í samningaviðræðum aðildarfélaga BSRB við ríkið á fundum hjá Ríkissáttasemjara í dag og að samningar náist áður en verkföll eiga að hefjast á mánudag. Þá er betra hljóð í samningafólki Eflingar en oft áður undanfarna daga. Reykjavíkurborg hefur gert breytingar á samninganefnd sinni. Mikil fundahöld um kjarasamninga tug þúsunda launafólks fara fram í Karphúsinu í dag.Vísir/Egill Mikil fundahöld um kjarasamninga tug þúsunda launafólks fara fram í Karphúsinu í dag. Í fyrrakvöld náðist stór áfangi í viðræðum BSRB við ríkið þegar samkomulag tókst um styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB var vongóð um gang viðræðna þegar þær hófust á ný í morgun. En viðræðurnar fara bókstaflega fram á mörgum borðum, um sameiginleg mál allra og síðan mál einstakra félaga við ríki, Samband sveitarfélaga og borgina. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Stærsta sameiginlega málið er jöfnun launa opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði sem samþykkt var að fara í þegar lífeyrisréttindi voru jöfnuð milli markaða. „Ég vona að við munum ná saman í dag varðandi jöfnun launa. Hin málin eru til umræðu og það er svolítið langt á milli aðila ennþá. En svo er þetta auðvitað allt saman í heildarsamhengi. Þannig að þegar kemur að lokum og menn fara að velta fyrir sér hvernig þetta lítur út í heild sinni, þá skýrist það frekar,“ segir Sonja. Það gefi aukið svigrúm í viðræðunum að samkomulag hafi tekist um vaktavinnuna. „Þá hefur fólk tíma til að gefa sig betur að þessu sem eftir er. Við munum auðvitað funda langt fram á kvöld og yfir helgina og vonumst til að við klárum þetta áður en verkföll skella á,“ segir formaður BSRB Málin að skýrast hjá Eflingu og borginni Samninganefndir Eflingar og borgarinnar komu saman til fundar klukkan tíu eftir óvenju langan sameiginlega fund hjá Ríkissáttasemjara seinnipartinn í gær. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir fæst orð þó bera mesta ábyrgð á þessum tímapunkti. Viðar Þorsteinsson greip sér vatnsglas á leið til fundar við samninganefnd Reykjavíkurborgar.Vísir/Vilhelm Er eitthvað samtal hafið sem hægt er að byggja á? „Það er bara margt sem er að skýrast. Ég kannski segi ekki meira um það í bili.“ Heldur þú að þessi dagur verði góður? „Þegar hlutirnir skýrast held ég að það sé af hinu góða,“ sagði Viðar rétt fyrir upphaf fundar í morgun. Harpa Ólafsdóttir fer ekki lengur fyrir viðræðum Reykjavíkurborgar við Eflingu.Vísir Harpa Ólafsdóttir fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem sagði upp störfum þar þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin formaður hafði farið fyrir samninganefnd borgarinnar þar til í gær. Þá tók Rakel Guðmundsdóttir lögmaður borgarinnar við því hlutverki en Harpa fer nú fyrir öðrum viðræðum borgarinnar í Karphúsinu. Þið eruð auðvitað meðvituð um stöðuna annars staðar í þjóðfélaginu. Kannski helgin verði nýtt ef ríkir friður á milli ykkar? „Já, já. Við erum bara eins og ávalt mjög tilbúin að leggja fullan kraft í það að ná raunverulegum árangri í viðræðum,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Samninganefndir borgarinnar og Eflingar funda klukkan 10 Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið á sjöunda tímanum í gærkvöldi, án samkomulags. 6. mars 2020 07:33 Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. 5. mars 2020 17:46 Tveggja barna móðir húðskammar Dag og Sólveigu Önnu Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir og kjólameistari í Reykjavík, segist ekki geta setið á sér lengur. 5. mars 2020 14:25 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Samninganefndir borgarinnar og Eflingar funda klukkan 10 Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar var slitið á sjöunda tímanum í gærkvöldi, án samkomulags. 6. mars 2020 07:33
Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. 5. mars 2020 17:46
Tveggja barna móðir húðskammar Dag og Sólveigu Önnu Ásdís Gunnarsdóttir, tveggja barna móðir og kjólameistari í Reykjavík, segist ekki geta setið á sér lengur. 5. mars 2020 14:25