Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 14:13 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málið enn vera til skoðunar. Vísir/Arnar Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira