„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. maí 2020 09:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og fór á 22 stórmót með landsliðinu en eitt þeirra var HM í Frakklandi 2001. Það var annað stórmót Guðjóns en í fyrsta sinn sem hann var eini vinstri hornamaðurinn í hópnum. „Við spilum við Bandaríkjamenn á Selfossi. Inn í klefa eftir leikinn er hópurinn skorinn niður,“ sagði Guðjón. Gústaf Bjarnason, einn reynslubolti hópsins, var ekki valinn í hópinn og Guðjón því, eins og áður segir, einn með vinstri hornarstöðuna. „Gústi Bjarna var að spila á sínum heimavelli. Ég held að hann hafi verið fyrirliði í þessum leik og er svo „köttaður“. Þetta er ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í með liðinu þá til baka.“ „Þetta var reynslumikill og náinn hópur eins og við urðum síðar. Mér fannst ég eiginlega ekki fitta inn aldurslega og tengingalega séð. Maður var einn af fáum sem var að spila á Íslandi á þeim tíma. Ég man alltaf eftir þessa tilfinningu og mig langaði ekki að líða svona. Þetta var ekkert sem ég gat að gert og þetta var val þjálfarans.“ Hann segir þó að hann hafi lært mikið að því hvernig Gústaf kom fram við hann strax eftir valið. Hann hafi óskað honum til hamingju og strákarnir hafi tekið honum vel þrátt fyrir ungan aldur. „Þetta var óþægilegt og erfitt á þeim tíma en þá lærði ég hvernig maður getur tekið á við erfiðar aðstæður. Gústi kom til mín, óskaði mér til hamingju og góðs gengis og var alvöru karlmaður. Það var ekkert vesen frá hópnum eða honum gagnvart mér en mér fannst þetta rangt. Mér fannst ég vera taka eitthvað frá honum þó að ákvörðunin hafi ekki verið mín. Ég var honum alltaf þakklátur fyrir það hvernig hann tæklaði þetta og tók samviskubitið frá mér. “ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um rútuferðina fyrir EM 2001 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti