Hjónabandsmiðlarinn LÍN Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 13. maí 2020 08:00 Lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa tekið fjölmörgum breytingum í gegnum tíðina. Menntamálaráðherra kynnti til dæmis nýlega breytingar á endurgreiðslum námslána sem gætu orðið að veruleika á næstu misserum. Í eina tíð var hægt að taka svonefnd V-lán. Fyrirkomulag þeirra fer sjálfkrafa í fyrsta sæti yfir uppáhalds lán út frá höfundi séð því námslánin voru mögulega kveikjan að lífsgjöf minni og yngri systkina minna. LÍN og leitin að upprunanum Á þeim tíma sem foreldrar mínir voru í námi bauð LÍN upp á fyrrnefnd V-lán. Endurgreiðslur þeirra lána réðust meðal annars af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi skyldi lánþegi greiða af láninu í tuttugu ár en eftir þann tíma mátti hann eða hún eiga afganginn. Í öðru lagi var það þannig að ef einstaklingar sem báðir voru að greiða af V-láni pöruðust saman í sambúð helmingaðist fasta ársgreiðslan hjá hvorum einstaklingi fyrir sig. Til þess að teljast vera í sambúð þurfti eitt af þrennu að eiga við: Sambúðaraðilar ættu barn eða börn saman Barn væri leiðinni samkvæmt læknisvottorði. Sambúð hefði staðið í að minnsta kosti þrjú ár óslitið samkvæmt Þjóðskrá eða öðrum sönnunargögnum. Til viðbótar kom síðan tekjutengd afborgun en saman veittu þessar tvær fyrrnefndar reglur dágóðan afslátt af endurgreiðslu lána. Eftirstöðvar lána V-lánþega yrðu eðlilega mun lægri að tuttugu árum liðnum en eftirstöðvar annarra lána. Mamma mín hefur grínast með að V-lánið hafi verið helsti kosturinn sem pabbi sá við hana og örlagavaldur í tilhugalífi þeirra hjóna. Hann var jú nýútskrifaður rafmagnsverkfræðingur og þar með líklegt að ráðahagurinn hafi verið bestaður. Á þessum tíma hefur LÍN hefur þannig kannski verið óbeinn hvati til þess að þau og fólk í sömu stöðu tækju sig saman og eignuðust jafnvel börn! Óvænt vernd Í skilmálum V-lánanna voru fleiri athyglisvert ákvæði, samanber til dæmis: “Ef lántakandi fellur frá áður en endurgreiðslum lýkur, falla eftirstöðvar lána hans niður. Hið sama gildir ef lántakandi verður 100% öryrki. Verði lántakandi öryrki að lægri hundraðshlutum en 100, skal með lánsupphæð eða eftirstöðvar hennar farið að mati stjórnar sjóðsins. Stjórn sjóðsins áskilur sér þó rétt til bóta frá aðila, sem kynni að verða bótaskyldur gagnvart lántakanda vegna slysa eða atvika er leiddu til dauða eða örorku lánþega.” (undirstrikun höfundar) Síðasta setningin hefur veitt eins konar tryggingu því ef einhver hefði haft í huga að lúskra á manni gat maður bent á margra milljóna skuld hjá LÍN. Pabbi minn rifjaði ennfremur upp að í húsakynnum LÍN hafi á þeim tíma hangið uppi grein almennra hegningarlaga um að refsivert væri að veitast að opinberum starfsmönnum við störf. Spurning hvort það sagði meira um þjónustuna eða lánþegana? Hvaða þýðingu hefur sambúð fyrir greiðendur námslána sem eru tekin í dag? Í dag eru lánuð G-lán. Í lánaskilmálum þeirra hefur sambúð þýðingu en í annarri mynd en var á tímum V-lánanna. Nánar tiltekið hefur sambúð áhrif við ákvörðun tekjutengdu afborgunarinnar sem miðast við 3,75% af tekjustofni ársins á undan endurgreiðsluári, en með tekjustofni er átt við útsvarsstofn lánþega að viðbættum fjármagnstekjum. Ef lánþegi er í skráðri sambúð er miðað við 50% fjármagnstekna hans og sambúðaraðilans og skiptir ekki máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. Í annan stað koma tekjur sambúðarmaka til skoðunar ef sótt er um undanþágu vegna fjárhagsörðugleika. Gaman er að velta fyrir sér hvernig svipuð sambúðarregla fyrir greiðendur og var í gildi á tímum v-lánanna myndi virka í nútímanum, yrði hún endurvakin. Gæti þetta orðið óvæntur plús á fyrsta stefnumóti, eða flýtt barneignarplönum? Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Rómur Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Lánareglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa tekið fjölmörgum breytingum í gegnum tíðina. Menntamálaráðherra kynnti til dæmis nýlega breytingar á endurgreiðslum námslána sem gætu orðið að veruleika á næstu misserum. Í eina tíð var hægt að taka svonefnd V-lán. Fyrirkomulag þeirra fer sjálfkrafa í fyrsta sæti yfir uppáhalds lán út frá höfundi séð því námslánin voru mögulega kveikjan að lífsgjöf minni og yngri systkina minna. LÍN og leitin að upprunanum Á þeim tíma sem foreldrar mínir voru í námi bauð LÍN upp á fyrrnefnd V-lán. Endurgreiðslur þeirra lána réðust meðal annars af tveimur þáttum. Í fyrsta lagi skyldi lánþegi greiða af láninu í tuttugu ár en eftir þann tíma mátti hann eða hún eiga afganginn. Í öðru lagi var það þannig að ef einstaklingar sem báðir voru að greiða af V-láni pöruðust saman í sambúð helmingaðist fasta ársgreiðslan hjá hvorum einstaklingi fyrir sig. Til þess að teljast vera í sambúð þurfti eitt af þrennu að eiga við: Sambúðaraðilar ættu barn eða börn saman Barn væri leiðinni samkvæmt læknisvottorði. Sambúð hefði staðið í að minnsta kosti þrjú ár óslitið samkvæmt Þjóðskrá eða öðrum sönnunargögnum. Til viðbótar kom síðan tekjutengd afborgun en saman veittu þessar tvær fyrrnefndar reglur dágóðan afslátt af endurgreiðslu lána. Eftirstöðvar lána V-lánþega yrðu eðlilega mun lægri að tuttugu árum liðnum en eftirstöðvar annarra lána. Mamma mín hefur grínast með að V-lánið hafi verið helsti kosturinn sem pabbi sá við hana og örlagavaldur í tilhugalífi þeirra hjóna. Hann var jú nýútskrifaður rafmagnsverkfræðingur og þar með líklegt að ráðahagurinn hafi verið bestaður. Á þessum tíma hefur LÍN hefur þannig kannski verið óbeinn hvati til þess að þau og fólk í sömu stöðu tækju sig saman og eignuðust jafnvel börn! Óvænt vernd Í skilmálum V-lánanna voru fleiri athyglisvert ákvæði, samanber til dæmis: “Ef lántakandi fellur frá áður en endurgreiðslum lýkur, falla eftirstöðvar lána hans niður. Hið sama gildir ef lántakandi verður 100% öryrki. Verði lántakandi öryrki að lægri hundraðshlutum en 100, skal með lánsupphæð eða eftirstöðvar hennar farið að mati stjórnar sjóðsins. Stjórn sjóðsins áskilur sér þó rétt til bóta frá aðila, sem kynni að verða bótaskyldur gagnvart lántakanda vegna slysa eða atvika er leiddu til dauða eða örorku lánþega.” (undirstrikun höfundar) Síðasta setningin hefur veitt eins konar tryggingu því ef einhver hefði haft í huga að lúskra á manni gat maður bent á margra milljóna skuld hjá LÍN. Pabbi minn rifjaði ennfremur upp að í húsakynnum LÍN hafi á þeim tíma hangið uppi grein almennra hegningarlaga um að refsivert væri að veitast að opinberum starfsmönnum við störf. Spurning hvort það sagði meira um þjónustuna eða lánþegana? Hvaða þýðingu hefur sambúð fyrir greiðendur námslána sem eru tekin í dag? Í dag eru lánuð G-lán. Í lánaskilmálum þeirra hefur sambúð þýðingu en í annarri mynd en var á tímum V-lánanna. Nánar tiltekið hefur sambúð áhrif við ákvörðun tekjutengdu afborgunarinnar sem miðast við 3,75% af tekjustofni ársins á undan endurgreiðsluári, en með tekjustofni er átt við útsvarsstofn lánþega að viðbættum fjármagnstekjum. Ef lánþegi er í skráðri sambúð er miðað við 50% fjármagnstekna hans og sambúðaraðilans og skiptir ekki máli hvort tekjurnar eru af séreign samkvæmt kaupmála eða hjúskapareign. Í annan stað koma tekjur sambúðarmaka til skoðunar ef sótt er um undanþágu vegna fjárhagsörðugleika. Gaman er að velta fyrir sér hvernig svipuð sambúðarregla fyrir greiðendur og var í gildi á tímum v-lánanna myndi virka í nútímanum, yrði hún endurvakin. Gæti þetta orðið óvæntur plús á fyrsta stefnumóti, eða flýtt barneignarplönum? Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun