Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2020 22:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15
Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01