Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. maí 2020 13:14 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Stöð2/Egill Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars. Þá hafa rekstrargjöld aukist um tæpar hundrað og sextíu milljónir á sama tíma frá því sem gert var ráð fyrir í áætlun. Þetta kemur fram í starfsemisupplýsingum spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í hádegisfréttum Bylgjunnar kostnað vegna farsóttarinnar spila inn í auk þess sem undirliggjandi rekstrarvandi, sem stofnunin hefur glímt við, hafi ekki horfið. Páll spítalann undanfarið hafa glímt við undirliggjandi rekstrarvanda en í ofanálag þurfti stjórn og starfsfólk spítalans að finna lausnir með hraði til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. „Kostnaður vegna farsóttar spilar þarna inn í. Við erum ekki búin að reikna hversu mikill hann er en síðan eru undirliggjandi þættir sem valda rekstrarvanda. Verkefni spítalans eru í einhverjum skilningi umfram það sem fjárveitingar leyfa. Vegna þess að það er ekki annað að leita með mörg verkefni og við þurfum að sinna þeim. Það er áskorun að laga launakostnað að þeim fjárveitingum sem við fáum. Það hefur verið verkefnið og við höfum náð ágætis árangri þar. Hvort við þurfum að gera eitthvað enn frekar? Mér þykir það líklegt en væntanlega ekkert á pari við það sem kemur fram í starfsemisupplýsingum núna því þær truflast mjög af Covid-19 farsóttinni“. Lærdómur af viðbrögðum við Covid-19 dýrmætt veganesti Spítalanum verður þó bættur sá kostnaður sem tengist farsóttinni en kalla þurfti til auka mannskap auk þess sem opna þurfti nýjar deildir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Ég held að lærdómurinn af viðbrögðum okkar við farsóttinni innan spítala snúist mjög mikið um það hvernig við getum, með markvissari hætti, eflt okkar göngudeildir - sem hefur reyndar verið á dagskrá árum saman - og hvernig við getum notað fjarheilbrigðisþjónustu. En kannski sérstaklega flokkun vandamála í upphafi þannig að það sé hægt að beina sjúklingum í réttan farveg því það nýtir best okkar mannskap og fjármagn. Það er lærdómurinn innanhúss en ekki síður í heilbrigðiskerfinu í heild. Það samstarf sem við sáum í viðbrögðum við þessari farsótt, samstarf á milli mismunandi heilbrigðisstofnana, var algjörlega til fyrirmyndar og það er eitthvað sem við viljum halda í,“ segir Páll.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttir Bylgjunnar.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09 Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Landspítali búinn að ráða 135 úr bakvarðasveit Landspítalinn hefur gert ráðningarsamninga við 135 einstaklinga úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 8. apríl 2020 16:09
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56