Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 11:30 Guðjón Valur fékk nóg af hrokanum í Ulrik Wilbek. vísir/getty Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira