Raskanir á skólahaldi í heiminum sagðar án fordæma Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 12:48 Auð skólastofa í háskóla í Róm. Ítölsk yfirvöld stöðvuðu skólahald tímabundið vegna kórónuveirunnar í gær. Lokunin á að standa yfir fram í miðjan mars að minnsta kosti. Vísir/EPA Hátt í þrjú hundruð milljónir nemenda um allan heim komast ekki í skóla næstu vikurnar vegna aðgerða ríkja til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) telur raskanir á menntun barna og ungmenna nú fordæmalausar og að þær geti teflt rétt þeirra til menntunar í tvísýnu. Fyrir aðeins um tveimur vikum var Kína eina landið sem stöðvaði skólahald tímabundið til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Á annan tug ríkja hefur nú fellt niður skólastarf. „Umfangið á heimsvísu og hraði raskana á menntun nú er fordæmalaus og ef hún dregst á langinn gæti það ógnað réttinum til menntunar,“ segir Audrey Azoulay, framkvæmdastjóri UNESCO. Fleiri en 95.000 manns hafa smitast af veirunni og rúmlega 3.200 hafa látist. Ítölsk stjórnvöld lokuðu öllum skólum og háskólum í gær til 15. mars að minnsta kosti. Enn fleiri nemendur gætu orðið fyrir áhrifum ef þau níu ríki sem hafa lokað skólum á tilteknum svæðum ákveða að stöðva skólahald á landsvísu. UNESCO áætlar að um 180 milljónir verði þá tímabundið frá skóla, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Wuhan-veiran Sameinuðu þjóðirnar Ítalía Tengdar fréttir Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 4. mars 2020 13:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hátt í þrjú hundruð milljónir nemenda um allan heim komast ekki í skóla næstu vikurnar vegna aðgerða ríkja til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) telur raskanir á menntun barna og ungmenna nú fordæmalausar og að þær geti teflt rétt þeirra til menntunar í tvísýnu. Fyrir aðeins um tveimur vikum var Kína eina landið sem stöðvaði skólahald tímabundið til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Á annan tug ríkja hefur nú fellt niður skólastarf. „Umfangið á heimsvísu og hraði raskana á menntun nú er fordæmalaus og ef hún dregst á langinn gæti það ógnað réttinum til menntunar,“ segir Audrey Azoulay, framkvæmdastjóri UNESCO. Fleiri en 95.000 manns hafa smitast af veirunni og rúmlega 3.200 hafa látist. Ítölsk stjórnvöld lokuðu öllum skólum og háskólum í gær til 15. mars að minnsta kosti. Enn fleiri nemendur gætu orðið fyrir áhrifum ef þau níu ríki sem hafa lokað skólum á tilteknum svæðum ákveða að stöðva skólahald á landsvísu. UNESCO áætlar að um 180 milljónir verði þá tímabundið frá skóla, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Wuhan-veiran Sameinuðu þjóðirnar Ítalía Tengdar fréttir Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 4. mars 2020 13:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 4. mars 2020 13:18