Var ráðin til starfa á öðrum leikskóla á meðan lögreglurannsókn stóð yfir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 19:47 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skjáskot/Stöð 2 Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi. Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Kona, sem hlaut nýverið dóm fyrir tvö ofbeldisbrot gegn fimm ára dreng er hún starfaði sem þroskaþjálfi, var send í þriggja mánaða veikindaleyfi eftir seinna brotið árið 2018. Svo var gerður starfslokasamningur við hana en á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu sótti hún um starf á leikskóla í Reykjavík. Þar hefur hún starfað frá því í ágúst síðastliðnum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki hafa vitað af málinu fyrr en um hádegi í dag þegar málið fór í fjölmiðla. „Ég vil taka það fram að við hörmum þetta mál og öll málsatvik. […] Þetta mál kom hvergi fram í ráðningarferlinu, ekki í samtölum og ekki þegar við sóttum upplýsingar í sakaskrá. Þegar að við fáum að vita af málinu nú fyrir hádegi kom það okkur í raun og veru alveg í opna skjöldu,“ segir Helgi. Þroskaþjálfinn var dæmdur fyrir að hafa veist að barninu í tvígang; fyrst í október 2017 með því að hafa gripið um báðar hendur drengsins og krosslagt þær harkalega, og svo í febrúar 2018 með því að hafa slegið hann með flötum lófa í andlitið. Elín Ingibjörg Kristófersdóttir móðir drengsins lýsti því í ítarlegu viðtali við Stöð 2 að hún hafi ekki verið látin vita af fyrra atvikinu fyrr en seinna atvikið kom upp. Helgi ítrekar að beðið hafi verið um upplýsingar í sakaskrá en á næstunni muni vera farið vel yfir öll málsatvik og hvernig ráðningarferlið fór fram. Leikskólastjórinn á leikskólanum þar sem konan starfar nú ræddi við konuna í dag þegar málið kom upp. Hún hefur verið sett í tímabundið leyfi. „Hún er frá störfum þangað til er búið að fara í gegnum málið og síðan þá hvernig Reykjavíkurborg mun bregðast við. Það tekur eðlilega tíma, við þurfum að fara ofan í saumana á þessu. Það barn sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið með, við erum búin að upplýsa foreldra þess barns. Þannig að við erum að reyna að halda vel utan um málið og tryggja eðlilega málsmeðferð,“ segir Helgi.
Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Var ekki látin vita af fyrra brotinu fyrr en þroskaþjálfinn lamdi son hennar Móðir fimm ára, þroskaskerts drengs, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu þroskaþjálfa á leikskóla sem hann var á í Kópavogi, segist hafa glatað trausti á opinberum stofnunum eftir að hafa fylgst með framgangi málsins í kerfinu. 8. maí 2020 18:58