Við erum öll ferðaþjónusta - „Sjálfu-stöng” eða veiðistöng? Ýmir Björgvin Arthúrsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar