Við erum öll ferðaþjónusta - „Sjálfu-stöng” eða veiðistöng? Ýmir Björgvin Arthúrsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun