Borgin sendir ferðaþjónustunni fingurinn Egill Þór Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Egill Þór Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun