Borgin sendir ferðaþjónustunni fingurinn Egill Þór Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Egill Þór Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun