Alfreð sendi Guðjóni Val fallega kveðju: „Einn af bestu leikmönnum og karakterum sem ég hef þjálfað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson varð tvisvar sinnum Þýskalandsmeistari undir stjórn Alfreðs Gislasonar hjá Kiel. vísir/epa Alfreð Gíslason talaði afar vel um Guðjón Val Sigurðsson í kveðju sem hann sendi landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi í Seinni bylgjunni. „Að þú sért hættur eru sorgartíðindi fyrir alla handboltaaðdáendur. Ég mjög stoltur að hafa þjálfað þig. Þú ert án efa einn af bestu leikmönnum sem ég hef þjálfað, líka einn af bestu karakterum sem ég hef þjálfað,“ sagði Alfreð. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs hjá Gummersbach og Kiel í Þýskalandi og íslenska landsliðinu. Þeir þekkjast því afar vel. „Það er sorglegt að þú sért kominn á fimmtugsaldurinn en líka að þú sért að hætta þrátt fyrir þennan aldur. Því ég held að 95 prósent af öllum leikmönnum nái aldrei því líkamlega atgervi sem þú býrð enn yfir í dag,“ sagði Alfreð. „Ég óska þér alls hins besta elsku karlinn minn og reyndu nú aðeins að slappa af og njóta lífsins áður en baráttan byrjar aftur.“ Alfreð hætti hjá Kiel í fyrra eftir ellefu ára starf. Hann er nú tekinn við þýska landsliðinu.vísir/epa Alltaf hægt að leita til Alfreðs Guðjón Valur fór líka fögrum orðum um Alfreð og segir hann hafa haft mikil áhrif á sig, ekki bara sem handboltamann. „Hann er frábær þjálfari og allt það en hann hefur haft meiri áhrif á mig sem karakter. Hann hefur alltaf fylgst með manni. Ég hef alltaf getað hringt í hann eða skrifað honum, sama hvað er,“ sagði Guðjón Valur um Alfreð. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Alfreðs til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Patrekur Jóhannesson sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góða kveðju í Seinni bylgjunni og rifjaði upp skemmtilega sögu frá því þeir léku saman með TUSEM Essen í Þýskalandi. 7. maí 2020 10:00 Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson er bæði búnir að þekkjast lengi og spiluðu líka mjög lengi saman inn á handboltavellinum. Kveðja Arnórs hitti Guðjón Val því beint í hjartastað. 6. maí 2020 11:30 Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Gummersbach. 5. maí 2020 13:00 Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson var líka í fótbolta þegar hann var yngri og sumir voru ekki alltof ánægðir með hann á sínum tíma þegar Guðjón valdi handboltann yfir fótboltann. 5. maí 2020 11:30 Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Alfreð Gíslason talaði afar vel um Guðjón Val Sigurðsson í kveðju sem hann sendi landsliðsfyrirliðanum fyrrverandi í Seinni bylgjunni. „Að þú sért hættur eru sorgartíðindi fyrir alla handboltaaðdáendur. Ég mjög stoltur að hafa þjálfað þig. Þú ert án efa einn af bestu leikmönnum sem ég hef þjálfað, líka einn af bestu karakterum sem ég hef þjálfað,“ sagði Alfreð. Guðjón Valur lék undir stjórn Alfreðs hjá Gummersbach og Kiel í Þýskalandi og íslenska landsliðinu. Þeir þekkjast því afar vel. „Það er sorglegt að þú sért kominn á fimmtugsaldurinn en líka að þú sért að hætta þrátt fyrir þennan aldur. Því ég held að 95 prósent af öllum leikmönnum nái aldrei því líkamlega atgervi sem þú býrð enn yfir í dag,“ sagði Alfreð. „Ég óska þér alls hins besta elsku karlinn minn og reyndu nú aðeins að slappa af og njóta lífsins áður en baráttan byrjar aftur.“ Alfreð hætti hjá Kiel í fyrra eftir ellefu ára starf. Hann er nú tekinn við þýska landsliðinu.vísir/epa Alltaf hægt að leita til Alfreðs Guðjón Valur fór líka fögrum orðum um Alfreð og segir hann hafa haft mikil áhrif á sig, ekki bara sem handboltamann. „Hann er frábær þjálfari og allt það en hann hefur haft meiri áhrif á mig sem karakter. Hann hefur alltaf fylgst með manni. Ég hef alltaf getað hringt í hann eða skrifað honum, sama hvað er,“ sagði Guðjón Valur um Alfreð. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Alfreðs til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Patrekur Jóhannesson sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góða kveðju í Seinni bylgjunni og rifjaði upp skemmtilega sögu frá því þeir léku saman með TUSEM Essen í Þýskalandi. 7. maí 2020 10:00 Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson er bæði búnir að þekkjast lengi og spiluðu líka mjög lengi saman inn á handboltavellinum. Kveðja Arnórs hitti Guðjón Val því beint í hjartastað. 6. maí 2020 11:30 Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Gummersbach. 5. maí 2020 13:00 Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson var líka í fótbolta þegar hann var yngri og sumir voru ekki alltof ánægðir með hann á sínum tíma þegar Guðjón valdi handboltann yfir fótboltann. 5. maí 2020 11:30 Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30 Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Patrekur Jóhannesson sendi Guðjóni Val Sigurðssyni góða kveðju í Seinni bylgjunni og rifjaði upp skemmtilega sögu frá því þeir léku saman með TUSEM Essen í Þýskalandi. 7. maí 2020 10:00
Kveðjan frá Arnóri Atla hafði mikil áhrif á Guðjón Val Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson er bæði búnir að þekkjast lengi og spiluðu líka mjög lengi saman inn á handboltavellinum. Kveðja Arnórs hitti Guðjón Val því beint í hjartastað. 6. maí 2020 11:30
Sagði að Guðjón Valur væri eins og svangur hundur Guðjón Valur Sigurðsson varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili með Gummersbach. 5. maí 2020 13:00
Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Handboltagoðsögnin Guðjón Valur Sigurðsson var líka í fótbolta þegar hann var yngri og sumir voru ekki alltof ánægðir með hann á sínum tíma þegar Guðjón valdi handboltann yfir fótboltann. 5. maí 2020 11:30
Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Guðjón Valur Sigurðsson mætti til Henrys Birgis Gunnarssonar í Seinni bylgjuna í gær og fór yfir ferilinn. Hann ræddi líka nýja starfið sem þjálfari Gummersbach. 5. maí 2020 09:30