Manshaus vildi keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 07:41 Verjandi Manshaus, Audun Beckstrøm (til vinstri) og ákærði, Philip Manshaus (til hægri) í dómsal í morgun. EPA Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu. Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu.
Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02