Manshaus vildi keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2020 07:41 Verjandi Manshaus, Audun Beckstrøm (til vinstri) og ákærði, Philip Manshaus (til hægri) í dómsal í morgun. EPA Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu. Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Norðmaðurinn Philip Manshaus var með áætlanir um að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar. Það kemur fram í skrifuðum athugasemdum hans sem hafa verið lagðar fyrir dóm, en réttarhöld hófust í máli Manshaus í morgun. Hinn 22 ára Manshaus er ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalögum eftir að hann drap sautján ára stjúpsystur sína á heimili í Bærum og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“, líkt og segir í ákæru. Gestum í moskunni tókst hins vegar að yfirbuga Manshaus áður en hann náði að slasa nokkurn. Hann hafði þó hleypt af nokkrum skotum. Manshaus hefur viðurkennt gjörðirnar, en neitar þó sök. Verjandi Manshaus segir ákærða bera fyrir sig neyðarrétt. Lögregla vill meina að Manshaus hafi drepið stjúpsystur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þar sem hún var ekki af norskum uppruna. Þegar Manshaus mætti fyrir dómara í dag brosti hans og heilsaði að nasistasið, áður en hann settist við hlið verjenda síns. Í skjölum sem fundust í herbergi Manshaus við húsleit mátti svo sjá áætlanir um að keyra niður gangandi vegfarendur í hverfinu Grønland í Osló. Þar mátti líka sjá lista um kosti og galla slíkrar árásar. Sagði meðal annars að Grønland væri hverfi með mikið af ungu fólki, sem hann taldi vera kostur. Áætlað er að réttarhöldin standi í þrjár vikur og eru alls um þrjátíu manns á vitnalista, þar á meðal faðir Manshaus og svo móðir hinnar látnu.
Noregur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ákærður fyrir morð og brot á hryðjuverkalöggjöfinni Saksóknarar í Noregi hafa ákært hinn 22 ára Philip Manshaus fyrir morð og brot gegn hryðjuverkalöggjöfinni. 17. febrúar 2020 14:02