Áhrif okkar eru ótvíræð Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. maí 2020 19:16 Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar