Áhrif okkar eru ótvíræð Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. maí 2020 19:16 Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sem þjóð, háð baráttu frá febrúarlokum. Varnarbaráttu gegn þeim vágesti sem sú veira er, sem herjar nú á heimsbyggðina. Í sameiningu höfum við sem þjóðfélag kappkostað að stöðva útbreiðslu smita og einsett okkur það markmið að ná að útrýma veirunni úr þjóðríki okkar, svo samfélagið megi komast í sitt rétta horf og höfum við staðið þar vel að verki. En sjaldan er ein báran stök. Nú er komið að næsta varnarslag. Því öllum þeim aðgerðum sem þurft hefur að beita til þess að koma böndum á veiruna, fylgir mikill fórnarkostnaður. Við höfum í miklum mæli þurft að hægja á samfélaginu, setja á ýmsar hömlur, takmarka samgöngur milli ríkja og það sem þyngst mun vega, okkar stærsta tekjulind, ferðaþjónustan er um óráðinn tíma komin í frost. Þetta þýðir að gjaldeyristekjur munu að stærstum hluta falla niður á þessu ári og jafnvel því næsta líka, ef heimsbyggðin nær ekki að hefta útbreiðslu smita í bráð. Bein afleiðing þess er að í hagkerfi okkar á Íslandi, dregur verulega úr innkomu erlendis frá. En samtímis því erum við að senda gríðarlega fjármuni úr landi með öllum þeim vörum og þjónustu sem við verslum erlendis frá. Í eðlilegu árferði væri lítið athugavert við það, þannig virkar hagkerfi heimsins. En í öllum rekstri hvort sem það er að reka heilt hagkerfi þjóðar, stór og smá fyrirtæki eða jafnvel heimili, þá gilda þar sömu lögmál, að innkoma þarf ávallt að vera meiri eða jöfn útgjöldum.Þegar innkoma dregst saman, þá þarf að skera niður í útgjöldum. Í þjóðhagslegum skilningi felast útgjöld í innflutningi á vörum og þjónustu erlendis frá. En þannig er mál með vexti að um margt höfum við val, fjármálakerfi virka þannig að peningar færast manna á milli, í skiptum fyrir einhver verðmæti. Margt af því sem við verslum, getum við skapað hér í okkar eigin landi. Séum við meðvituð um þá staðreynd, þá getum við stýrt okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis og fari hér manna á milli, í stað þess að við færum úr landi hluta af því heildarfjármagni sem við höfum í hagkerfi Íslands. Þar með fáum við þær vörur og þá þjónustu sem við þurfum, án þess að ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi, sem yrðu þá ekki notaðir til vöru- og þjónustukaupa á Íslandi. Við verðum að brýna fyrir okkur þann skilning að við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið. Án aðkomu okkar, þá væri ekkert af þessu. Þitt framlag skiptir máli, mitt framlag skiptir máli, okkar framlag skiptir máli. Það er því undir okkur sjálfum komið að snúa vörn í sókn og vinna heilshugar að því verki að halda þjóðarskútunni á floti og halda hagkerfinu okkar gangandi. Veljum það að vernda íslensk störf. Áhrif okkar eru ótvíræð. Einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi, með hagsæld okkar allra að leiðarljósi. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun