Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2019 09:44 Ástralskir slökkviliðsmenn hafa barist við elda öll jólin eins og þeir hafa gert um mánaðaskeið. AP/Ingleside-slökkviliðið Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Sjálfboðaslökkviliðsmaður fórst og tveir brenndust illa þegar þeir glímdu við gróðurelda í Nýju Suður-Wales í Ástralíu í dag. Eldarnir eru sagðir fara versnandi í nýrri hitabylgju sem gengur yfir landið. Hitinn hefur farið í fjörutíu gráður í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Jeppi mannanna þriggja valt þegar hann lenti í sterkum vindhviðum innan um brennandi gróðureldana um 70 kílómetra austur af Albury í Nýju Suður-Wales, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Alls hafa nú tíu manns farist í gróðureldunum frá því að þeir kviknuðu fyrst í september. Hitabylgjan nú hefur gert aðstæður enn eldfimari. Í Viktoríu, þar sem ástandið er talið hættulegast, bætist sterkur vindur og þrumuveður ofan á. Þar eru nú ellefu viðvarandi vegna elda í gildi. Um 30.000 íbúar og ferðamenn í Austur-Gippsland, vinsælum sumarleyfisstað, voru hvattir til að flýja en það var síðar dregið til baka þar sem ekki var talið óhætt að vísa fólki út á aðalsamgönguæðar vegna eldanna sem nálguðust þær. Andrew Crisp, yfirmaður almannavarna í Viktoríu, segir að reykjarmökkurinn skapi hættulegar og óútreiknanlegar aðstæður þegar hann berst upp í andrúmsloftið. „Það eru eldingar að koma úr þessum súlum reyks. Það er óútreiknanlegt, það er hættulegt þarna úti,“ segir Crisp við Reuters. Neyðarviðvaranir vegna elda hafa einnig verið gefnar út í Suður-Ástralíu, Nýju Suður-Wales og Tasmaníu í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Sydney hafa um 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Yfirvöld segja engu að síður að hátíðarhöld fari fram með hefðbundnum hætti.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07