Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 06:38 Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira