Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 06:38 Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira