Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 06:38 Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira