Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:56 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára rekstri á næsta ári. Vísir/vilhelm Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira