Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2019 22:00 Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðarhópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Ágætlega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til uppbyggingar. Nú virðist ætla að verða breyting á því en sérstökum aðgerðahópi hefur verið falið að gera tillögur um uppbyggingu. Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson á sæti aðgerðahópnum, segir hlutverk hópsins skýrt. „Í raun að horfa til þess hvað hægt er að gera á næstu mánuðum og misserum í að byggja upp og styrkja Akureyrarflugvöll í þessu hlutverki að vera önnur gátt inn í landið,“ segir Njáll Trausti. Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára er aðeins gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi til Akureyrarflugvallar, aðallega til viðhalds. Þetta hafa hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýnt. Njáll Trausti vonast til þess að vinna hópsins, sem mun aðallega snúast um hvernig bæta megi flugstöðina, geti skilað sér inn í samgönguáætlun á næsta ári. „Með þessum aðgerðarhóp þá lít ég svo á að við séum að móta tillögur varðandi Akureyrarflugvöll og þá þessa gátt sem við myndum nýta okkur inn í samgönguáætlunina sem verður klár í þinginu um það bil í mars,“ segir Njáll Trausti.Ráðherra talaði um að það þyrfti að vinna þessu vinna hratt, er það það sem mun gerast?„Það er það sem mun gerast og ég myndi gjarnan vilja sjá tillögur frá hópnum ekki seinna en í seinnihluta febrúar þannig að umhverfis- og samgöngunefnd geti unnið þetta með samgönguáætlun.“ Akureyri Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðarhópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Ágætlega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til uppbyggingar. Nú virðist ætla að verða breyting á því en sérstökum aðgerðahópi hefur verið falið að gera tillögur um uppbyggingu. Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson á sæti aðgerðahópnum, segir hlutverk hópsins skýrt. „Í raun að horfa til þess hvað hægt er að gera á næstu mánuðum og misserum í að byggja upp og styrkja Akureyrarflugvöll í þessu hlutverki að vera önnur gátt inn í landið,“ segir Njáll Trausti. Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára er aðeins gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi til Akureyrarflugvallar, aðallega til viðhalds. Þetta hafa hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýnt. Njáll Trausti vonast til þess að vinna hópsins, sem mun aðallega snúast um hvernig bæta megi flugstöðina, geti skilað sér inn í samgönguáætlun á næsta ári. „Með þessum aðgerðarhóp þá lít ég svo á að við séum að móta tillögur varðandi Akureyrarflugvöll og þá þessa gátt sem við myndum nýta okkur inn í samgönguáætlunina sem verður klár í þinginu um það bil í mars,“ segir Njáll Trausti.Ráðherra talaði um að það þyrfti að vinna þessu vinna hratt, er það það sem mun gerast?„Það er það sem mun gerast og ég myndi gjarnan vilja sjá tillögur frá hópnum ekki seinna en í seinnihluta febrúar þannig að umhverfis- og samgöngunefnd geti unnið þetta með samgönguáætlun.“
Akureyri Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15
Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15