Yfir sextíu bílar rákust saman á þjóðvegi í Virginíuríki Bandaríkjanna í dag. Tugir eru særðir og þar af nokkrir alvarlega.
AP greinir frá að aðstæður á Þjóðvegi 64 nærri Williamsburg hafi ekki verið með besta móti í morgun þegar áreksturinn varð. Þoka og mikil hálka. 63 bifreiðar urðu fyrir skemmdum og 35 voru fluttir á sjúkrahús í mismunandi ástandi.
Að sögn AP tók það talsverðan tíma að opna veginn fyrir umferð að nýju eftir áreksturinn.
Tugir slösuðust í 63 bíla árekstri
