Erlent

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn sem lést var ekki einn í bílnum þegar skotið var á hann. Myndin er úr safni.
Maðurinn sem lést var ekki einn í bílnum þegar skotið var á hann. Myndin er úr safni. Getty

Tólf ára drengur er grunaður um að hafa skotið ungan mann til bana í sænsku borginni Malmö á föstudag. Drengurinn er nú í umsjá barnaverndaryfirvalda.

Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. „Mann hryllir, hvert erum við á leiðinni?“ spyr Rasem Chebil, rannsóknarlögreglumaður í Malmö í samtali við Sydsvenskan.

Tilkynning um skotárásina barst lögreglu seint á föstudagskvöld og skömmu síðar fannst 21 árs maður látinn af skotsárum í bíl við Galgebacksvägen í hverfinu Oxie.

Árásin á að hafa átt sér stað á skotsvæði og segir í fréttinni að drengurinn sé ekki frá Malmö heldur eigi hann að hafa ferðast sérstaklega til Malmö til að fremja morðið.

Maðurinn sem lést var ekki einn í bílnum þegar skotið var á hann að því er haft er eftir lögreglu.

Manne Gerell, afbrotafræðingur, segist ekki vita til annars máls þar sem svo ungur einstaklingur hafi framið morð í landinu með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×