Eins og heimsendir í bíómynd Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 09:07 Himininn í Sydney sést hér litaður appelsínugulri birtu af eldunum rétt fyrir jól. Vísir/getty Íslensk kona sem búsett er í Sydney í Ástralíu lýsir ástandinu í borginni eins og heimsendi í bíómynd. Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. Þá segist hún ekki muna eftir því að staðan hafi verið jafnslæm og nú. Kjarr- og skógareldar hafa geisað undanfarnar vikur og mánuði í Ástralíu. Viktoríufylki og Nýja Suður-Wales í suðausturhluta landsins hafa orðið hvað verst úti í eldunum. Nú þegar brenna um hundrað eldar víðsvegar um landið. „Sjokk“ þegar eldur kviknaði fjóra kílómetra í burtu Margrét Jóna Þórarinsdóttir hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni í Sydney í tíu ár. Hún ræddi ástandið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en Ástralar búa sig nú undir enn eina hitabylgjuna. Margrét Jóna Þórarinsdóttir.Aðsend „Ég er blessunarlega nokkuð frá þessu. Þessi eldur sem er hvað næstur okkur er fjörutíu kílómetrum í burtu eins og er. Við fengum smá sjokk þegar það kviknaði eldur sem var fjórum kílómetrum frá okkur og þá þurftum við nú bara að vera búin að pakka í tösku og bíl og bíða eftir kallinu um að við þyrftum kannski að flýja. En það kom ekki til þess, sem er gott,“ sagði Margrét.Sjá einnig: Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii Hún kvað kjarr- og skógarelda vissulega hafa kviknað á hverju ári en mundi ekki til þess að ástandið hefði orðið svo slæmt jafnsnemma og nú. Þá væri nóg eftir. „Það man enginn eftir þessu svona slæmu. Það er sama við hvern maður talar í rauninni. Það man enginn eftir því að þetta hafi verið svona slæmt, að þetta hafi byrjað svona snemma því þetta er búið að vera í rauninni ófremdarástand síðan í lok september og þetta hefur aldri verið svona lengi, að menn ná ekki tökum á þessu,“ sagði Margrét. „Þegar eldarnir eru hvað skæðastir þá eru þeir eldhaf, þrjátíu metra upp í loftið. Og það hafa verið mikið af kröftugum vindum sem hafa verið frekar óáreiðanlegir, sem gerir þetta rosalega erfitt fyrir slökkviliðsmennina að ná tökum á þessu.“ Ekki rigningardropi í augsýn Hásumar er nú í Ástralíu og í síðustu viku féllu hitamet í landinu tvo daga í röð, þegar hitinn fór mest í 41,9 gráður að meðaltali í landinu öllu. Margrét kvað ástandið óvenjulegt núna að því leyti að hinn mikli hiti væri svo lengi viðvarandi. Hún hefði upplifað gríðarlegan hita í gegnum tíðina, allt að 48 stig, en það hafi þó bara verið tilfallandi. Nú væri öldin önnur – og suma daga væri hreinlega óhugnanlegt um að litast. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðustu vikur.Vísir/vilhelm „Næstu þrjá, fjóra daga verður hitinn frá 35 til 45 stigum á daginn og ekki dropi af rigningu næstu tíu dagana allavega, eða eins langt og menn geta spáð. Þannig að ég held að gamlársdagur gæti orðið nokkuð áhugaverður þegar kemur að þessu,“ sagði Margrét. „Það hafa verið nokkrir dagar sem hafa verið mjög slæmir, þar sem reykmengunin hefur farið upp úr öllu valdi. Þá hefur maður farið út og fundið sviða í augum og frekar ónotalegt að vera úti. Maður sér ösku rigna yfir, það komu einn, tveir dagar af því. Þetta er eins og maður sé í einhverri bíómynd um heimsendi. Það er ekkert skyggni og himininn appelsínugulur. Þetta er mjög óraunverulegt.“ Óljóst með flugeldana Nú nálgast áramót og eftir sem áður er umfangsmikil flugeldasýning við óperuhúsið sögufræga í Sydney á dagskrá á gamlárskvöld. Margrét gerði ráð fyrir að þeirri sýningu yrði haldið til streitu, þrátt fyrir eldana sem geisa fyrir utan borgina, en óljóst yrði með flugeldana í úthverfunum. „Það hefur verið mikið talað um það að menn ættu bara að sleppa því og setja peninginn í sjóð fyrir fólk sem er að missa hús og fyrir slökkviliðsmennina sjálfa því margir eru sjálfboðaliðar og fá ekki greitt fyrir þessa vinnu. En við ætlum að sleppa því að vera að skjóta einhverju upp hérna.“Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Á meðan mannskæðir kjarreldar hafa geisað í Ástralíu var forsætisráðherrann í fjölskyldufríi á Havaí. 22. desember 2019 08:28 Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Hitametið í Ástralíu slegið annan daginn í röð Stjórnvöld í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, hafa lýst yfir sjö daga neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla skógar- og kjarrelda. 19. desember 2019 07:08 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er í Sydney í Ástralíu lýsir ástandinu í borginni eins og heimsendi í bíómynd. Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. Þá segist hún ekki muna eftir því að staðan hafi verið jafnslæm og nú. Kjarr- og skógareldar hafa geisað undanfarnar vikur og mánuði í Ástralíu. Viktoríufylki og Nýja Suður-Wales í suðausturhluta landsins hafa orðið hvað verst úti í eldunum. Nú þegar brenna um hundrað eldar víðsvegar um landið. „Sjokk“ þegar eldur kviknaði fjóra kílómetra í burtu Margrét Jóna Þórarinsdóttir hefur verið búsett ásamt fjölskyldu sinni í Sydney í tíu ár. Hún ræddi ástandið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun en Ástralar búa sig nú undir enn eina hitabylgjuna. Margrét Jóna Þórarinsdóttir.Aðsend „Ég er blessunarlega nokkuð frá þessu. Þessi eldur sem er hvað næstur okkur er fjörutíu kílómetrum í burtu eins og er. Við fengum smá sjokk þegar það kviknaði eldur sem var fjórum kílómetrum frá okkur og þá þurftum við nú bara að vera búin að pakka í tösku og bíl og bíða eftir kallinu um að við þyrftum kannski að flýja. En það kom ekki til þess, sem er gott,“ sagði Margrét.Sjá einnig: Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii Hún kvað kjarr- og skógarelda vissulega hafa kviknað á hverju ári en mundi ekki til þess að ástandið hefði orðið svo slæmt jafnsnemma og nú. Þá væri nóg eftir. „Það man enginn eftir þessu svona slæmu. Það er sama við hvern maður talar í rauninni. Það man enginn eftir því að þetta hafi verið svona slæmt, að þetta hafi byrjað svona snemma því þetta er búið að vera í rauninni ófremdarástand síðan í lok september og þetta hefur aldri verið svona lengi, að menn ná ekki tökum á þessu,“ sagði Margrét. „Þegar eldarnir eru hvað skæðastir þá eru þeir eldhaf, þrjátíu metra upp í loftið. Og það hafa verið mikið af kröftugum vindum sem hafa verið frekar óáreiðanlegir, sem gerir þetta rosalega erfitt fyrir slökkviliðsmennina að ná tökum á þessu.“ Ekki rigningardropi í augsýn Hásumar er nú í Ástralíu og í síðustu viku féllu hitamet í landinu tvo daga í röð, þegar hitinn fór mest í 41,9 gráður að meðaltali í landinu öllu. Margrét kvað ástandið óvenjulegt núna að því leyti að hinn mikli hiti væri svo lengi viðvarandi. Hún hefði upplifað gríðarlegan hita í gegnum tíðina, allt að 48 stig, en það hafi þó bara verið tilfallandi. Nú væri öldin önnur – og suma daga væri hreinlega óhugnanlegt um að litast. Slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðustu vikur.Vísir/vilhelm „Næstu þrjá, fjóra daga verður hitinn frá 35 til 45 stigum á daginn og ekki dropi af rigningu næstu tíu dagana allavega, eða eins langt og menn geta spáð. Þannig að ég held að gamlársdagur gæti orðið nokkuð áhugaverður þegar kemur að þessu,“ sagði Margrét. „Það hafa verið nokkrir dagar sem hafa verið mjög slæmir, þar sem reykmengunin hefur farið upp úr öllu valdi. Þá hefur maður farið út og fundið sviða í augum og frekar ónotalegt að vera úti. Maður sér ösku rigna yfir, það komu einn, tveir dagar af því. Þetta er eins og maður sé í einhverri bíómynd um heimsendi. Það er ekkert skyggni og himininn appelsínugulur. Þetta er mjög óraunverulegt.“ Óljóst með flugeldana Nú nálgast áramót og eftir sem áður er umfangsmikil flugeldasýning við óperuhúsið sögufræga í Sydney á dagskrá á gamlárskvöld. Margrét gerði ráð fyrir að þeirri sýningu yrði haldið til streitu, þrátt fyrir eldana sem geisa fyrir utan borgina, en óljóst yrði með flugeldana í úthverfunum. „Það hefur verið mikið talað um það að menn ættu bara að sleppa því og setja peninginn í sjóð fyrir fólk sem er að missa hús og fyrir slökkviliðsmennina sjálfa því margir eru sjálfboðaliðar og fá ekki greitt fyrir þessa vinnu. En við ætlum að sleppa því að vera að skjóta einhverju upp hérna.“Viðtalið við Margréti má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Á meðan mannskæðir kjarreldar hafa geisað í Ástralíu var forsætisráðherrann í fjölskyldufríi á Havaí. 22. desember 2019 08:28 Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38 Hitametið í Ástralíu slegið annan daginn í röð Stjórnvöld í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, hafa lýst yfir sjö daga neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla skógar- og kjarrelda. 19. desember 2019 07:08 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Forsætisráðherrann reynir að slökkva elda eftir óheppilegt frí Á meðan mannskæðir kjarreldar hafa geisað í Ástralíu var forsætisráðherrann í fjölskyldufríi á Havaí. 22. desember 2019 08:28
Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. 20. desember 2019 06:38
Hitametið í Ástralíu slegið annan daginn í röð Stjórnvöld í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, hafa lýst yfir sjö daga neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla skógar- og kjarrelda. 19. desember 2019 07:08