Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 10:37 Uppsöfnun geislavirks úrgangs er mikið vandamál í Fukushima. AP/Pablo M. Diez Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Um lykilskref í hreinsun svæðisins er að ræða. Kjarnaofnar orkuversins bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Yfirvöld landsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Tokyo Electric Power Co. hafa sammælst um 30 til 40 ára áætlun um hreinsun svæðisins. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa tíundað helstu vandamálin í þessu áratugalanga ferli.Eitt af stærstu vandamálunum snýr að rúmlega 4.700 eldsneytisstöngum sem eru enn í fimm kjarnaofnum í orkuverinu og þar af þremur sem bræddu úr sér. Stangirnar liggja í kælilaugum en ef vatnið læki frá þeim, fyrir einhverjar sakir, myndu stangirnar bráðna og gefa frá sér umfangsmikla geislun.Fjarlægingu þeirra hefur nú verið frestað í allt að tíu ár þar sem þörf er á miklum undirbúningi áður en hægt er að fjarlægja þær. Miðað við núverandi áætlanir eiga allar stangirnar að hafa verið fjarlægðar fyrir árið 2031. Reiknað er með því að rúmlega tíu þúsund starfsmenn þurfi til verksins á ári hverju og stendur til að ráða einhverja þeirra að utan. Óttast er að öldrun Japana muni setja strik í reikning með árunum.Sjá einnig: Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðirTEPCO geymir um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni í tönkum á svæðinu og er ekki hægt að losa það út í náttúruna. Um 170 tonn bætast í tankana á degi hverjum en vatnið er notað til að kæla eldsneytisstangirnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast geta geymt 1,37 milljónir tonna og til ársins 2022. Áætlað er að finna leiðir til að losa vatnið aftur út í náttúruna með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Annars geti mögulega komið upp mikið vandamál seinna meir, verði annar jarðskjálfti eða annars konar hamfarir. Þrátt fyrir að búið sé að hreinsa vatnið verulega og til standi að hreinsa það betur, verður tritíum enn í því en sérfræðingar segja það ekki skaðsamt mönnum, í smáum skömmtum. Fjarlæging um 880 tonna af eldsneytisstöngum sem bráðnuðu þykir erfiðasta verkefnið sem aðilar sem að hreinsuninni koma standa frammi fyrir. Sú hreinsun er byrjuð en gengur verulega hægt vegna gífurlegrar geislunar frá efninu. Áætlað er að árið 2030 geti geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverinu verið um 770 þúsund tonn. Ekki er búið að gera áætlun um hvernig hægt er að ganga frá öllum þeim úrgangi og mun nýrra tækna vera þörf. Þar að auki á eftir að finna stað til að geyma úrganginn og fá samþykki almennings. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52 Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. Um lykilskref í hreinsun svæðisins er að ræða. Kjarnaofnar orkuversins bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Yfirvöld landsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Tokyo Electric Power Co. hafa sammælst um 30 til 40 ára áætlun um hreinsun svæðisins. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa tíundað helstu vandamálin í þessu áratugalanga ferli.Eitt af stærstu vandamálunum snýr að rúmlega 4.700 eldsneytisstöngum sem eru enn í fimm kjarnaofnum í orkuverinu og þar af þremur sem bræddu úr sér. Stangirnar liggja í kælilaugum en ef vatnið læki frá þeim, fyrir einhverjar sakir, myndu stangirnar bráðna og gefa frá sér umfangsmikla geislun.Fjarlægingu þeirra hefur nú verið frestað í allt að tíu ár þar sem þörf er á miklum undirbúningi áður en hægt er að fjarlægja þær. Miðað við núverandi áætlanir eiga allar stangirnar að hafa verið fjarlægðar fyrir árið 2031. Reiknað er með því að rúmlega tíu þúsund starfsmenn þurfi til verksins á ári hverju og stendur til að ráða einhverja þeirra að utan. Óttast er að öldrun Japana muni setja strik í reikning með árunum.Sjá einnig: Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðirTEPCO geymir um 1,2 milljónir tonna af geislavirku vatni í tönkum á svæðinu og er ekki hægt að losa það út í náttúruna. Um 170 tonn bætast í tankana á degi hverjum en vatnið er notað til að kæla eldsneytisstangirnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast geta geymt 1,37 milljónir tonna og til ársins 2022. Áætlað er að finna leiðir til að losa vatnið aftur út í náttúruna með eins litlum áhrifum á umhverfið og mögulegt er. Annars geti mögulega komið upp mikið vandamál seinna meir, verði annar jarðskjálfti eða annars konar hamfarir. Þrátt fyrir að búið sé að hreinsa vatnið verulega og til standi að hreinsa það betur, verður tritíum enn í því en sérfræðingar segja það ekki skaðsamt mönnum, í smáum skömmtum. Fjarlæging um 880 tonna af eldsneytisstöngum sem bráðnuðu þykir erfiðasta verkefnið sem aðilar sem að hreinsuninni koma standa frammi fyrir. Sú hreinsun er byrjuð en gengur verulega hægt vegna gífurlegrar geislunar frá efninu. Áætlað er að árið 2030 geti geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverinu verið um 770 þúsund tonn. Ekki er búið að gera áætlun um hvernig hægt er að ganga frá öllum þeim úrgangi og mun nýrra tækna vera þörf. Þar að auki á eftir að finna stað til að geyma úrganginn og fá samþykki almennings.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46 Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46 Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52 Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Japanir opna aftur bæinn Naraha Allir íbúar voru fluttir á brott árið 2011, vegna leka frá Fukushima kjarnorkuverinu. 5. september 2015 13:46
Japanir fá bætur vegna geislamengunar í Fukushima Japönsk yfirvöld hafa samþykkt að greiða öllum þeim sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna kjarnorkuversins í Fukushsima, skaðabætur. 15. apríl 2011 09:46
Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“ Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans". 10. september 2011 15:52
Fjögur ár frá flóðbylgjunni – Myndbönd Minningarathafnir voru víða um Japan, en alls létust 15.891 og 2.584 er saknað. 11. mars 2015 14:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15