Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Andri Eysteinsson skrifar 27. desember 2019 23:46 Kóalabirnir eiga um sárt að binda vegna eldana. Getty/Brook Mitchell Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira