Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 10:36 Flugeldarnir í Sydney hafa fangað augu margra síðustu ár vegna glæsileika. ap/Rick Rycroft Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er. Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er.
Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07